Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Síða 5
Kristínn E. Andrésson:
Reisum Snorrahöll.
Við vildum lielzt á sjö hundruð ára dánardegi Snorra
Sturlusonar mega fagna samhuga og án þess skugga hæri
á þeim sigri norræns anda, sem fólginn er í starfi hans og
persónuleik. Og það er ekkert til fegurra en þegar heil
þjóð gleðst sainhuga við minningu stórmenna sinna og
unnin afrek. Um liöfund Ileimskringlu, Eddu og Egils-
sögu, svo fjarlægan í tíina, komast ekki að lengur neinir
fordómar, en eins og við á um alla snillinga, lærum við æ
betur með hverri öld að meta starf hans að verðleikum,
og hann verður okkur æ nálægari í tign og mikilleik, —
og ásamt honum aldirnar fornu, sem hann gæddi lífi og
veruleik listarinnar. Nú sjáum við með hans augum guði
og kónga, víkinga og hændur hinna norrænu landa, hann
hefur gefið þeim mót og svip og eilift líf og þeirra tungu-
tak er lians, íslenzkt og snjallt, um aldur og ævi. Við
lieiðrum sagnaskáldið Snorra, höfund liinna ódauðlegu
listaverka, sem við njótum enn til fulls, borið hafa um
heiminn frægð Islands og halda nafni þess á loft, voru
okkur rök og eggjan í frelsisharáttu fvrri aldar, eru okk-
ur vörn þjóðarheiðurs í dag og verða mun svo um alla
framtíð. Við heiðrum hinn djúpskyggna vitmann, sem
á tímum styrjaldar, upjdausnar og hermdarverka, varð-
veitti heiðrika andans sjón vfir söguleg örlög goða, manna
og þjóða. Nafn Snorra Sturlusonar bregður ljóma á allan
okkar veg, hann er gunnfáni okkar í dag og mun fylgja
okkur í stríð komandi kynslóða, eitt hjartasta tákn islenzkr-
ar menningarþrár, hin sterka taug í sögu og örlögum Is-
lands. En það er ekki ætlun mín hér að lýsa Snorra, aðrir
7*