Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Side 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
105
mönnum í öllum greinum, vísindamönnum, fræðimönn-
um og öllum unnendum bókmennta, lista og menningar
i landinu. Þetta félag á að liafa sem almennt hlutverk að
vernda og efla sjálfstæði íslenzkrar menningar á hverju
sviði. En það á jafnframt að hafa sérstakt verkefni, er það
setur sér að hrinda í framkvæmd. Það liefur aftur og aftur
verið vakið máls á því af ýmsum mönnum, að reisa þyrfti
nýjar byggingar fyrir málverkasafn, Þjóðminjasafnið,
Náttúrugripasafnið o. s. frv. Tónlistarskólinn er húsnæð-
islaus, rithöfundar og listamenn eiga hvergi heimili. I
höfuðborg íslands er hvergi samkomustaður, þar sem
menningarhragur ríkir. Utan liáskólans á islenzk menning
eða list sér engan aðsetursstað. Það verkefni, sem Menn-
ingarfélag íslands á að setja sér að framkvæma, er að
reisa stórhýsi í Reykjavik, Snorrahöll, sem verði heimili
íslenzkrar listar og jafnframt hagnýt bygging yfir ýms
söfn þjóðarinnar, sem nú eru á hrakhólum. Þetta á að
verða fegursta og stærsta hygging í Reykjavík. Það má
ekkert til hennar spara. Listamenn verða að fá að ráða
henni, og þeir verða að skreyta hana, eins og þeir fegurst
geta. Þarna á að vera Snorrasafn með öllum útgáfum á
verkum hans, ritum um liann og listaverkum af honum.
Þarna eiga listasöfnin að vera, og þarna á Þjóðminjasafnið
heima. Þarna á að vera hljómlistarsalur, kvikmyndasalur
og samkomusalir. Þarna á að vera lestrarsalur með nýj-
ustu hókum og tímaritum, innlendum og erlendum, i
hverri listgrein. Þarna eiga skáld og listamenn að eiga
samkomustað. Að öðru leyti verður að haga fyrirkomu-
lagi byggingarinnar í samræmi við þarfir framtíðarinnar
og hugmjmdir þeirra manna, sem hugsa hezt fyrir þess-
um málum, hver í sinni grein. Þessi hygging á að skapa
menningargróðri íslands ný skilyrði. Um leið og hún er
reist í minningu Snorra Sturlusonar, er hún reist kom-
andi kynslóðum sem tákn um frelsis- og menningarþrá
Islendinga á tímum hernámsins. Við reisum Snorrahöll
sem svar íslenzku þjóðarinnar til þeirra ríkja, sem hafa