Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Síða 80
Ólafur Jóh. Sigurðsson:
Dansinn í kringum koparkálfinn.
i.
Það er ekki ýkjalangt síðan reykvískur æskulýður rangl-
aði um götur borgarinnar á lélegum skóm, án þess að vita,
hvert liann ætti að lialda eða livað liann ætti að hafa fyrir
stafni, án þess að vila, hvernig hann ætti að standa skil
á húsaleigu eða með liverju móti hann gæti endurnýjað
spjarir sínar, og jafnvel án þess að hafa liugboð um, livern-
ig i ósköpunum liann ætti að kræla sér i matarbita til þess
að seðja svanginn. Það voru daprir dagar. Atvinnuleysið
hvíldi á þjóðlífinu eins og lamandi helmara, læsti sig
eins og ósýnileg blóðsuga utan um tápmikla og djarfhuga
æskumenn, saug smám saman úr þeim þrek og kjark, hol-
aði innan hinn gullna kjarna bjartsýni og lífsgleði, deyfði
áhugann, sljóvgaði réttlætistilfinninguna og sýkti siðgæð-
ið. Öll sund virtust lokuð. Morgundagurinn var myrk og
geigvæn gáta.
Raunar voru nógir peningar til i landinu, en eins og sak-
ir stóðu, fannst eigendum þeirra ekki borga sig að verja
þeim i nytsamar framlcvæmdir, heldur var það ráð tekið,
að stinga athafnalífið svefnþorni og láta skeika að sköp-
uðu um afkomumöguleika þjóðarinnar. Þetta var vitan-
lega fjarska þægileg úrlausn, þar sem liitl bættist svo
við, að ríkið iþyngdi stöðugt þegnum sínum með vaxandi
skattabyrði, en óhætt er að fullyrða, að æskulýður lands-
ins fór gersamlega varhluta af ágæti þessara ráðstafana.
Fjöldinn allur vissi ekki, hvernig hann ætti að draga fram
lífið. Og þá Iiófst hér opinhert og blygðunarlaust mansal í
svo stórum stil, að þess munu fá dærni i nútíma þjóðfélagi,
þar sem lýðfrelsi og almenn mannréttindi eiga að vera að-