Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Side 105
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 199 ÚTGÁFA JÓNASAR JÓNSSONAR Á JÓNASI HALLGRÍMSSYNI. Jónas Jónsson alþingismaður frá Hriflu hefur valið sér það vanþakkláta hlutverk á íslandi, að gerast mestur ofsóknarmaður lifandi skálda samtíðar sinnar utan þings og innan, og hefur hat- ur hans gegn skáldum landsins náð hámarki í liinni ótriilega ofstækisfullu — en árangurslausu — baráttu, sem hann hefur háð gegn því, að skáldverk Gunnars Gunnarssonar mætlu koma út á íslenzku. Er sú barátta efni i skenmitilega sögu við hent- ugt tækifæri. En: „enginn skyldi skáldin styggja, skæð er þeirra hefnd,“ segir Grímur. Og Jónas frá Hriflu, sem lætur sér títt um eftir- mæli manna, skilur vel þá ógnun, sem stefnir að eftirmæli hans. Og til að friða samvizku sína gagnvart því eftirmæli, sem bíð- ur hans, vill hann reyna að draga fjöður yfir hið blinda hatur sitt til lifandi skálda með því að gerast sjálfkjörinn forseti í hel- lieimum, nokkurs konar Mæcenas framliðinna skálda, líkmaður þeirra og grafari, herra yfir beinum, sem eru orðin að dufti. Hann er mestur necrophil allra íslendinga. En því miður eru það álög á þessum óhamingjusama stjórnmálamanni, að allt sem hann kemur nálægt, verður skoplegt. Meðal hlátursefna lands- lýðsins eru hinar árlegu einkajarðarfarir hans á Einari Bene- diktssyni (skáldinu, sem orti vísuna), en þær virðast, eftir mynd- um, vera einna áþekkastar því, sem verið væri að hola niður frönskum strandmanni í afskekktri byggð nálægt eyðisönd- um. Skemmst er og að minnast liinnar afkáralegu einkahá- tíðar Hriflu-Jónasar á dánardegi Snorra, þegar dregnir voru til Reykholts nokkrir kaupsýslumenn og einhverjir menn héðan úr bönkunum, vegagerðarstjóri, vitaverkfræðingurinn, yfirmaður rafmagnsstöðvarinnar og nokkrir prestar, hálfsveltir þar einn dag, og látnir hlusta á nokkra Tímakjallara velta upp úr alþingis- manninum, þar á meðal dálitla lofdýrð um vegagerðarstjóra og rafmagnsfræðing, fyrir að hafa lagt símavír gegn um hæð nokkra á sama hátt og Snorri gróf jarðgöng gegn um hól. Þannig hafa allar athafnir þessa manns um langt skeið verið einn óþrotleg- ur skopleikur. En í sama mæli og hatur hins misheppnaða stjórnmálamanns hefur vaxið til lifandi skálda og skapandi menningar í landinu, hefur mjög ágerzt hið furðulega skrifæði hans sjálfs, sem i upp- hafi átti rót í vanmáttugri löngun skrýtilegs barnakennara til að láta sín að einhverju við getið á bókmenntasviðinu. Er þar skemmst frá að segja, að litið forsetaefni þótti Jónas frá Hriflu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.