Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 15
RITSTJÓRNARGREINAR 5 er pyndingatækni nazista gat veitt, og voru þær jafnframt tilraunastöðvar í manndrápsaðferðum. Menn voru kvaldir úr hungri og þorsta eftir vísindalegum aðferðum, beitt var sérstakri tækni til að lama siðferðisþrek manna. Auk hvers- dagslegra líflátsaðferða, eins og að skjóta menn og hengja, voru menn brenndir lifandi, drepnir á gasi, grafnir lifandi, bútaðir sundur, hengdir upp á veggi, þar til þeir örmögnuðust, o. s. frv. Einn læknir, nafngreindur, varð uppvís að því að hafa myrt 21 þúsund manna á eitri, og morð þessi framdi hann í þjónustu „vís- indanna" á mönnum, er taldir voru af óæðri kynstofni og ekki hæfir til að lifa. Þessi göfugkynjaði læknir er nú fangi Bandamanna. Það, sem hér er sagt, gefur þó minnsta hugmynd um það, er fram fór á þessum stöðum. Þeir, er sáu, urðu lostnir skelfingu og undrun. Þingmennirnir frá Bretlandi sögðust ekki hefðu trú- að því, að nokkur þjóð gæti sokkið svo djúpt í smán og niðurlægingu. En fangabúðirnar í Buchenwald, Belsen og Dachau eru þó aðeins liður í langtum víðtækara kerfi. Nítján ára Gyðingastúlka þýzk, sem bjargað var úr Belsen, hafði verið flutt þangað úr öðrum fangabúðum, Oswiecim, austan úr Póllandi. Þar voru aðallega Gyðingakonur og börn. Hún sagði: Belsen er ekkert hjá Oswiecim. Menn verða að skilja, að fangavíti nazista, þó fyrst sé ljóstrað upp um þau nú, eru ekki ný, heldur jafngömul valdatíma nazismans. Þau eru ekki styrjaldarfyrirbæri, eins og margir vilja færa þeim til afsökunar. Pyndingarnar eru ekki heldur leikur nokkurra geðbilaðra manna. Oðru nær: þetta eru þaulhugsuð stefnuskráratriði heils stjórnmálaflokks, framkvæmd af hundruðum þúsunda, ef ekki milljónum manna. Nazisminn hafði bókstaflega á stefnuskrá sinni að útrýma sem allra flest- um íbúum þeirra landa, er hann lagði undir sig. Sérstaklega átti þetta við um Pólland, Sovétríkin og Júgóslavíu. Þar voru settar á stofn, ekki fangabúðir, held- ur manndrápsverksmiðjur eða stöðvar til útrýmingar fólki. Ein slík manndráps- verksmiðja var í Majdenek hjá Lublín í Póllandi. Þar var m. a. notað eiturgas, leitt í klefa eða skála, er tóku 250 manns í einu. Ilve hraðvirkar verksmiðjur Þjóðverja hafa verið, má dæma af því, að þeir skuli hafa komizt yfir á ekki lengri tíma að slátra 10 milljón Pólverjum og tíunda hverjum íbúa Sovétríkj- anna. Þó að lægra sé haft um það, er það einmitt sérstaklega í Austurevrópu og á Balkan, sem glæpaiðja fasismans birtist í algleymingi, og er því sízt að furða, að Þjóðverjar óttist reikningsskil Rauða hersins. Ilja Ehrenburg ritar: „I hálft fjórða ár tættu fjandmennirnir sundur lifandi hold Rússlands. 1 hálft fjórða ár hæddu böðlarnir ástvini okkar. . . Nú hefur réttlætið verið flutt inn fyrir landa- mæri Þýzkalands. Við höfum oft sagt, að dagur endurgjaldanna mundi koma. — Nú er hann hér. Þetta er ekki hefnd, heldur réttlæti. Við munum ekki snerta þýzk smábörn, því að við erum ekki bamamorðingjar. En vei þeim, sem hafa drepið börn, þeim, sem hafa fyrirskipað það, þeim, sem hafa átt einhvern þátt í því. Þeir skulu ekki fá umflúið réttlætið." Fórnir þeirra milljóna, sem látið hafa lífið fyrir morðtækjum Hitlers eða orðið að þola kvalir Buchenwalds, Belsens og Majdeneks, em brennandi eggjan til allra þjóða heims að láta sér skiljast eðli fasismans og læra að hata það og sjá við því, og skilja einnig, hvar rætur hans liggja niður í auðvaldið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.