Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 40
30 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR unum. Ekkert þykir jafnsjálfsagt og kristnitakan, sem virðist þó á sínum tíma hafa borið meiri vott um tómlæti Mörlandans en trúar- vakníngu, framborin og samþykt af heiðnum mönnum á alþíngi til að bæta sambúðina við úllönd og koma í veg fyrir flokkadrætti um utanríkisstefnu: hagfeld og skynsamleg ráðstöfun, frá öllum sjónarmiðum samkvæm kenníngum Hávamála. Og blóta máttu menn eftir sem áður. 13 Hin norræna örlagatrú, sem virðist vera skynsemistrú víkínga- aldarinnar, ólík guðatrúnni, er undirstöðuatriði lífsskoðunar í forn- bókmentum vorum. Sama máli gegnir um hetj uskáldskap Eddu frá forsögulegum tíma. I hinni norrænu opinberunarbók, Völuspá, sem kynni að vera samin mannsaldri áður en kristni er lögtekin, og altað hundrað og fimtíu árum áður en ritaðar bókmentir hefjast á ís- lensku, segir frá örlögum guðanna. Nú er örlagahyggja að vísu ekki sérnorrænt fyrirbrigði, í fyrndinni var hún hafin til vegs í bókment- um Grikkja. Og hún er trú sem fylgir sérstökum kjörum manna og háttum hvar sem er á jörðinni, einsog draugatrú fylgir ákveðnu þjóðfélagsstigi, atvinnuháttum og amboðum; örlagatrú er til dæmis sterk meðal Araba; hún er trú herskárra manna, eyðimerkurbúa og sjófarenda. I evrópiskri þjóðtrú sem kynni að vera eldri en kristin- dómurinn verður hennar vart, allir kunna þjóðsöguna um Þyrnirósu. í öllum meiri háttar trúarbrögðum leynist slángur af örlagatrú. En í kirkjunni hefur frá upphafi verið mjög sterk andstaða gegn þess- konar stefnu, hún hefur verið fordæmd seint og snemma frá því á dögum kirkjufeðranna og komst aldrei upp fyrir moðreyk framað siðaskiptum að kalvínskan hófst kennandi forákvörðun sálarinnar, prædestinatio, enda eru allar hugmyndir um fyrirframákveðin per- sónuleg örlög manna neitun á höfuðgreinum kristins dóms, svosem ábyrgð mannsins á verkum sínum gagnvart guði, og predikuninni um sinnaskipti og yfirbót. Grein góðs og ills er undirstaða kristinnar kenníngar, lögð í ritum kennifeðra og samþyktum kirkjuþínga, upp- haf og endir allrar siðfræði: maðurinn hefur frjálsan vilja til að velja og hafna, hann ræður sjálfur verkum sínum og mun verða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.