Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 40
30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
unum. Ekkert þykir jafnsjálfsagt og kristnitakan, sem virðist þó á
sínum tíma hafa borið meiri vott um tómlæti Mörlandans en trúar-
vakníngu, framborin og samþykt af heiðnum mönnum á alþíngi
til að bæta sambúðina við úllönd og koma í veg fyrir flokkadrætti
um utanríkisstefnu: hagfeld og skynsamleg ráðstöfun, frá öllum
sjónarmiðum samkvæm kenníngum Hávamála. Og blóta máttu menn
eftir sem áður.
13
Hin norræna örlagatrú, sem virðist vera skynsemistrú víkínga-
aldarinnar, ólík guðatrúnni, er undirstöðuatriði lífsskoðunar í forn-
bókmentum vorum. Sama máli gegnir um hetj uskáldskap Eddu frá
forsögulegum tíma. I hinni norrænu opinberunarbók, Völuspá, sem
kynni að vera samin mannsaldri áður en kristni er lögtekin, og altað
hundrað og fimtíu árum áður en ritaðar bókmentir hefjast á ís-
lensku, segir frá örlögum guðanna. Nú er örlagahyggja að vísu ekki
sérnorrænt fyrirbrigði, í fyrndinni var hún hafin til vegs í bókment-
um Grikkja. Og hún er trú sem fylgir sérstökum kjörum manna og
háttum hvar sem er á jörðinni, einsog draugatrú fylgir ákveðnu
þjóðfélagsstigi, atvinnuháttum og amboðum; örlagatrú er til dæmis
sterk meðal Araba; hún er trú herskárra manna, eyðimerkurbúa og
sjófarenda. I evrópiskri þjóðtrú sem kynni að vera eldri en kristin-
dómurinn verður hennar vart, allir kunna þjóðsöguna um Þyrnirósu.
í öllum meiri háttar trúarbrögðum leynist slángur af örlagatrú. En
í kirkjunni hefur frá upphafi verið mjög sterk andstaða gegn þess-
konar stefnu, hún hefur verið fordæmd seint og snemma frá því á
dögum kirkjufeðranna og komst aldrei upp fyrir moðreyk framað
siðaskiptum að kalvínskan hófst kennandi forákvörðun sálarinnar,
prædestinatio, enda eru allar hugmyndir um fyrirframákveðin per-
sónuleg örlög manna neitun á höfuðgreinum kristins dóms, svosem
ábyrgð mannsins á verkum sínum gagnvart guði, og predikuninni
um sinnaskipti og yfirbót. Grein góðs og ills er undirstaða kristinnar
kenníngar, lögð í ritum kennifeðra og samþyktum kirkjuþínga, upp-
haf og endir allrar siðfræði: maðurinn hefur frjálsan vilja til að
velja og hafna, hann ræður sjálfur verkum sínum og mun verða