Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 41
MINNISGREINAR UM FORNSÖGUR 31 dæmdur eftir þeim af hinurn himneska dómara; honunr var frá upp- hafi í sjálfsvald sett að velja ilt eða gott, guð eða djöfulinn. Hið siðferðilega mat á manninum, sem byggist á kenníngu kirkj- unnar um fríviljann, tekur til allra bókmenta á miðöldum, sem og reyndar allra kristinna bókmenta á öllum tímum. A hinn bóginn er kenníngin um guðs forsjón jafnan uppi í miðaldabókmentum, en lrún er mjög fjarskyld örlagakenníngunni, og andstæð henni meðal annars í því, að hún viðurkennir ekki að hið góða geti beðið ó- sigur, þar sem örlagatrúin er ævinlega bölsýn. Ég spurði einusinni læriföður minn, Beda múnk, sem var doctor theologiae og hafði ár- um saman verið prófessor í guðfræði við prestaháskóla bæði í Róm og Monte Cassino, hvort barnamorð gætu einnig miðað til góðs. „Annars léti guð þau ekki viðgángast“, sagði hann. Alt, jafnvel barnamorð, miðar samkvæmt kenníngunni um guðs forsjón á ein- hvern hátt til góðs, því guð er algóður og stjórnar heiminum í samræmi við þann eiginleik sinn. Jafnvel í hinum hrapallegustu ósigrum kristinna herja sjá kristnir sagnaritarar aðeins stundlegan ósigur og leitast við að sanna með þrætubókaraðferðum, díalektík, að í raun réttri hafi ósigurinn orðið guði lil dýrðar þrátt fyrir alt, — þannig ályktar til dæmis frumsproti sagnfræðilegs gróðurs á Vesturlöndum, Fránkinn Villehardouin, í hrakfallabálki þeim sem hann skrifar. á frönsku um fjórðu krossferðina (1203—4), De la conqueste de Constantinople. Orlagatrúna má hinsvegar skilgreina sem áskapaða æðrulausa tregahyggju: hetjuskapur örlagatrúar- mannsins er í því fólginn að geta horfst í augu við þýngstu reynslu og algerðan ósigur í lífi sínu, bregða sér hvorki við sár né bana, einsog sagt er á máli Brennunjálssögu; í því er falinn manndómur hans og verðskuldan, ekki hinu að dýrð guðs og afl kristins dóms mætti aukast við tilverknað hans. I íslenskum fornsögum er hin kristna þrætubók, rökþróunarsjón- armiðið, ekki til, slík fjarstæða sem slíkt má virðast í kristnu landi á þessari alræðisöld kristninnar, gullöld guðfræðinnar, þrettándu öldinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.