Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 41
MINNISGREINAR UM FORNSÖGUR
31
dæmdur eftir þeim af hinurn himneska dómara; honunr var frá upp-
hafi í sjálfsvald sett að velja ilt eða gott, guð eða djöfulinn.
Hið siðferðilega mat á manninum, sem byggist á kenníngu kirkj-
unnar um fríviljann, tekur til allra bókmenta á miðöldum, sem og
reyndar allra kristinna bókmenta á öllum tímum. A hinn bóginn er
kenníngin um guðs forsjón jafnan uppi í miðaldabókmentum, en
lrún er mjög fjarskyld örlagakenníngunni, og andstæð henni meðal
annars í því, að hún viðurkennir ekki að hið góða geti beðið ó-
sigur, þar sem örlagatrúin er ævinlega bölsýn. Ég spurði einusinni
læriföður minn, Beda múnk, sem var doctor theologiae og hafði ár-
um saman verið prófessor í guðfræði við prestaháskóla bæði í Róm
og Monte Cassino, hvort barnamorð gætu einnig miðað til góðs.
„Annars léti guð þau ekki viðgángast“, sagði hann. Alt, jafnvel
barnamorð, miðar samkvæmt kenníngunni um guðs forsjón á ein-
hvern hátt til góðs, því guð er algóður og stjórnar heiminum í
samræmi við þann eiginleik sinn. Jafnvel í hinum hrapallegustu
ósigrum kristinna herja sjá kristnir sagnaritarar aðeins stundlegan
ósigur og leitast við að sanna með þrætubókaraðferðum, díalektík,
að í raun réttri hafi ósigurinn orðið guði lil dýrðar þrátt fyrir alt,
— þannig ályktar til dæmis frumsproti sagnfræðilegs gróðurs á
Vesturlöndum, Fránkinn Villehardouin, í hrakfallabálki þeim sem
hann skrifar. á frönsku um fjórðu krossferðina (1203—4), De la
conqueste de Constantinople. Orlagatrúna má hinsvegar skilgreina
sem áskapaða æðrulausa tregahyggju: hetjuskapur örlagatrúar-
mannsins er í því fólginn að geta horfst í augu við þýngstu reynslu
og algerðan ósigur í lífi sínu, bregða sér hvorki við sár né bana,
einsog sagt er á máli Brennunjálssögu; í því er falinn manndómur
hans og verðskuldan, ekki hinu að dýrð guðs og afl kristins dóms
mætti aukast við tilverknað hans.
I íslenskum fornsögum er hin kristna þrætubók, rökþróunarsjón-
armiðið, ekki til, slík fjarstæða sem slíkt má virðast í kristnu landi
á þessari alræðisöld kristninnar, gullöld guðfræðinnar, þrettándu
öldinni.