Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 44
34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
terast“, var of ant um heiður föðurlands síns til að þola að út-
breiddar vœru erlendis slíkar svívirðíngar um Íslendínga og saga
þessi um „þursaskap og ágirnd“.
Ef vér tökum Brennunjálssögu, sem Jón Grunnvíkíngur sagði
reyndar að mætti þrykkjast og verterast vegna þess „sáðverks getur
þar“, en það áleit hann mundi verða okkur heldur til heiðurs ef
spyrðist í útlöndum, þá sjáum vér fljótt hve fjarri það er skáldinu
að gæða persónur sínar hinu guðfræðilega frjálsræði, Jcunnu úr
Fyrstu Mósebók, til að velja hið góða og hafna hinu illa, og láta
þeim síðan farnast eftir vali sínu, ég tala nú ekki um meta þær eftir
valinu, einsog fyrirskipað er í kristilegum bókmentum. Orlög per-
sónanna eru forákvörðuð í Brennunjálssögu einsog öðrum höfuð-
ritum þessarar stefnu, það er ekki hægt að mæla þær eftir kristi-
legu máti fremur en vegalengd eftir lagarmáli. Sameiginlegur mæli-
kvarði á hina kristnu höfuðkenníngu um fríviljann og hina norrænu
örlagahyggju er ekki til, þessar hugmyndir útiloka hvor aðra. Maður
sem örlög voru kosin fyrirfram af máttarvöldunum á ekki völ góðs
og ills; Askur og Emhla átu ekki af hinu gyðínglega skilníngstré
og eru ekki undir lögmálinu. Gott og ilt í guðfræðilegum siðferðis-
skilníngi eru staðleysustafir þar sem örlögin ráða. Siðferðilegir
dómar um Njálupersónur verða barnalegir og hlægilegir. Maðurinn
hlýtur eingin himnesk laun fyrir sín góðu verk og hann er ekki
ábyrgur hermdarverka sinna gagnvart æðri máttarvöldum, verk
hans voru kosin honum, ásköpuð, og eingi má sköpum renna.
Örlagatrúin, afneitun kristinnar siðahyggju, er höfuðkjarni
Brennunjálssögu, kvika verksins og sál þess, — og ræði ég hér ekki
um Njálu af því hún standi sér, heldur öðru nær, vegna þess hún
er gildastur fulltrúi sígildra íslenskra bókmenta. Bááth tók eftir
þessu af því hann var skáld, og benti á það í prófritgerð sinni. Und-
an öllum atburðum sem máli skipta sjá vitrir menn fyrir hina ó-
hagganlegu atburðarás forákveðna af örlögunum, og áheyrandi
sögunnar er nauðugur viljugur beygður undir þá kenníngu og
þann skilníng að eingu verði breytt af þeim hlutum sem fram skulu
koma, hvorki með góðum vilja, dygðugu lífi né heitri bæn, frá
þeirri stund er Hrútur sér þjófsaugu í Hallgerði lángbrók úngri
heima að Höskuldsstöðum uns höfuð hins síðasta brennumanns,