Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 44
34 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR terast“, var of ant um heiður föðurlands síns til að þola að út- breiddar vœru erlendis slíkar svívirðíngar um Íslendínga og saga þessi um „þursaskap og ágirnd“. Ef vér tökum Brennunjálssögu, sem Jón Grunnvíkíngur sagði reyndar að mætti þrykkjast og verterast vegna þess „sáðverks getur þar“, en það áleit hann mundi verða okkur heldur til heiðurs ef spyrðist í útlöndum, þá sjáum vér fljótt hve fjarri það er skáldinu að gæða persónur sínar hinu guðfræðilega frjálsræði, Jcunnu úr Fyrstu Mósebók, til að velja hið góða og hafna hinu illa, og láta þeim síðan farnast eftir vali sínu, ég tala nú ekki um meta þær eftir valinu, einsog fyrirskipað er í kristilegum bókmentum. Orlög per- sónanna eru forákvörðuð í Brennunjálssögu einsog öðrum höfuð- ritum þessarar stefnu, það er ekki hægt að mæla þær eftir kristi- legu máti fremur en vegalengd eftir lagarmáli. Sameiginlegur mæli- kvarði á hina kristnu höfuðkenníngu um fríviljann og hina norrænu örlagahyggju er ekki til, þessar hugmyndir útiloka hvor aðra. Maður sem örlög voru kosin fyrirfram af máttarvöldunum á ekki völ góðs og ills; Askur og Emhla átu ekki af hinu gyðínglega skilníngstré og eru ekki undir lögmálinu. Gott og ilt í guðfræðilegum siðferðis- skilníngi eru staðleysustafir þar sem örlögin ráða. Siðferðilegir dómar um Njálupersónur verða barnalegir og hlægilegir. Maðurinn hlýtur eingin himnesk laun fyrir sín góðu verk og hann er ekki ábyrgur hermdarverka sinna gagnvart æðri máttarvöldum, verk hans voru kosin honum, ásköpuð, og eingi má sköpum renna. Örlagatrúin, afneitun kristinnar siðahyggju, er höfuðkjarni Brennunjálssögu, kvika verksins og sál þess, — og ræði ég hér ekki um Njálu af því hún standi sér, heldur öðru nær, vegna þess hún er gildastur fulltrúi sígildra íslenskra bókmenta. Bááth tók eftir þessu af því hann var skáld, og benti á það í prófritgerð sinni. Und- an öllum atburðum sem máli skipta sjá vitrir menn fyrir hina ó- hagganlegu atburðarás forákveðna af örlögunum, og áheyrandi sögunnar er nauðugur viljugur beygður undir þá kenníngu og þann skilníng að eingu verði breytt af þeim hlutum sem fram skulu koma, hvorki með góðum vilja, dygðugu lífi né heitri bæn, frá þeirri stund er Hrútur sér þjófsaugu í Hallgerði lángbrók úngri heima að Höskuldsstöðum uns höfuð hins síðasta brennumanns,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.