Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 57
MINNISGREINAR UM FORNSÖGUR
47
21
Þegar maður les Landnámu og Íslendíngabók, og gluggar í kveð-
skap sögualdar eða elstu lagabálka, þá finst hvorki rómantík né
riddaraskapur. Sá ágæti maður Jón Grunnvíkíngur sagði að alt
inntak Íslendíngasagna mætti draga saman í þrjú orð: „bændur
flugust á“. Ekki þarf nú nema mátulega sturlaðan mann til að sjá
hlutina svona umbúðalaust — og rétt.
Njáluhöfundur heyr sér ekki aðeins yrkisefni víðsvegar, heldur
færir þau í búníng sem sóttur er í ólíkustu staði, og er þar svipuðu
máli að gegna um ýmsar bestu fornsögur vorar; fræðimenn hafa á
seinni tímum rakið hér marga hluti til síns upphafs, ekki síst með
tilliti til Njálu. Sýnt hefur verið hvernig hið hofmannlega útlit hetj-
anna miðast við útlendar riddaralýsingar: bóndi úr Fljótshlíð, sem
varla hefur komið útúr sveit sinni, er frá öndverðu skilinn í ridd-
aralegum íþróttum og glæsiháttum samkvæmt frönskum romans
courtois; gull var fátítt í Evrópu á söguöld íslands, nema einhver vella
í eigu konúnga og dómkirkna, en ekki skortir bændur í Njálu þann
þétta leir fremur en riddara þrettándu aldar; söguhetjurnar eru að
vísu fyrst og fremst Íslendíngar, en góður sögumaður verður að
tolla svo í tísku að láta þær hafa eitthvert samband við kónga og
hirðir; Kári siglir inní söguna í gervi Gralsriddarans; Björn að
baki Kára er eitt tilbrigði yrkisefnisins um riddarann og knapann;
efni koma fyrir úr norrænum ævintýrum af tagi „fornaldarsagna“,
þarámeðal haugræníngjarómantík; á einum stað er notað hið fasta
írska bragð, algeingt í íslenskum fornsögum, þar sem höfðíngi
þekkir glæsimenn af lýsíngu óbreytts manns; furðu lítið er um inn-
lendar húsgángssögur af tagi Gretlu og Eyrbyggju, afturámóti
fjöldi af svokölluðum stokkmótífum, hefðbundnum efnum úr bók-
mentalegum vöruskemmum samtíðarinnar, þarámeðal hestaþíng og
ýktar bardagalýsíngar, svo drepið sé á örfá dæmi um hið marg-
breytilega litróf þessarar bókar.
22
Það er síst furða þó annari eins alætu og Njáluhöfundi verði stundum á
að gleypa hrátt. Fróðir menn hafa laungum vitað að höfundur var lítill laga-
maður. Frá sjónarmiði nútímarithöfundar er ekkert athugavert við þá lögfræði