Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 58
48 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sem höfundur býr sér til sjálfur vegna verks síns, svo fremi hann fái menn til að trúa henni. Hitt þykir stéttarbróður hans á tuttugustu öld skrýtnara hve hugsunarlaust hann skrifar uppúr einhverskonar gamalli lögformálahók stefn- ur og víglýsíngar, þannig að þær greinir fljóta með, sem ekki eiga við í sög- unni: stefnt fyrir víg Ilelga Njálssonar útaf öllum tegundum sára, einsog talin hafa verið í lögbókinni, holund, heilund „eða“ mergund, í stað þess að nefna það eitt sára sem við átti; ennfremur hin furðulega innsetníng formáladæmis- ins „yfir höfði Jóni“. Þó er kanski skrýtnast að hann skuli „gleyma" að láta stefna fyrir sjálfa Njálsbrennu, einsog Lehmann hefur bent á. Sama máli gegnir þegar hann misskilur nafn Darraðarljóðs: hyggur Dörr- uð“ mann sem kvæðið sé helgað; virðist ekki heldur taka eftir því að kvæðið stángast við textann, — enda skoðun fræðimanna sú, að Darraðarljóð sé ekki ort útaf Brjánsbardaga, heldur orustu sem háð var hjá Dýflinni milli Nialls Glundubs og Sigtryggs konúngs I. tæpum hundrað árum áður (919). Þetta óviðjafnanlega snildarkvæði, sem Suðureyar hafa gefið íslenskum bókment- um, innsett í söguna svo lítið ber á undir lokin, minnir á standmyndir þær sem ég áðan gat og ónefndir listamenn földu stundum á syllum efst uppí rjáfr- um kirknanna eða á stöllum að baki turnunum. 23 Þó segja megi um íslenskar fornsögur, og þá vitanlega fyrst og fremst hinar bestu þeirra, að þar sé styttra bil milli orðs og hlutar en í öðrum samtímabókmentum má aldrei gleyma því að raunvísi og raunsæi eru óþektar hugmyndir í skáldskap miðalda og mynd- list. Áður en skáld fer að segja sögu býr hann ósjálfrátt til mynd, segir síðan frá því sem gerist á myndinni. Alt gerist eftir forskrift. Heimur miðaldanna er óafstæður, öllum fyrirbrigðum skipt í fastar greinar. Sagnfræði miðaldanna er háð sömu lögum; hún ákvarðast af guðfræðilegri heimsmynd og háspekilegri kenníngu, rökfræði og rökþróunarfræði, aldrei rannsókn; takmörkin milli hins sannfróð- lega og ímyndaða eru óljós, eins þótt menn kjósi heldur að hafa hið sannara. Forsendur miðaldanna til að vita hið sanna um lilut voru ærið veikar. Vísindi voru ekki til. Menn sjá hlutina í stíl- bundnu formi og myndrænni afstöðu hvern til annars, sjá þá skálds- augum og skilja þá listrænt, ekki raunrétt samkvæmt eðlisfræðinni; alt er niðurskipun, formúla, sjónleikur. I verkum þeirra renna hlut- irnir í mót eftir hinum sígildu reglum þjóðsögunnar. Það er æsileg mynd, mjög færð í stíl, sem fornsöguhöfundur hefur í huga þegar hann lýsir því hvernig hetja klýfur aðra í herðar niður eða hlutar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.