Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 61
MINNISGREINAR UM FORNSÖGUR 51 ýmsar reikisagnir og „stokkmótíf“, þarámeðal hið skylduga hesta- þíng allra sagna. Atriði í þessum aðdraganda er meðal annars sagan um ostkistuna sem ein bjargaðist þegar annað brann, til að geta komið uppum Hlíðarendaþjófinn. Urslitum í Gunnarsmálum ræður blóðgun sú sem Otkell veldur hetjunni þar sem hann er að sá. I frásögn þessa atburðar hefur skáldið í huga víti sem mjög er hart tekið á í fornum lögum, að ríða á mann ofan. Gunnar er að sá á akri, Otkell kemur ríðandi við sjöunda mann. Sáðlandið er ekki girt, mennirnir ríða yfir akurinn og fara mikinn. Hvorugur viröist sjá annan né heyra. „Og í því er Gunnar stendur upp ríður Otkell á hann ofan og rekur sporann við eyra Gunnari, og rístur hann mikla ristu, og blæðir þegar mjög.“ Hér er öllu skipað.eftir þörf mynd- arinnar. Gunnar veröur ekki var sjö manna sem ríða akurinn, því sagan krefst þess að þeir komi fast að honum. Hann bograr við sáðverkið, ekki af því menn sái korni bognir, heldur af því sagan krefst að hann standi vel fyrir höggi. Hann virðist blátt áfram stað- næmast hálfboginn til að bíða eftir högginu. Þetta er ósvikin mið- aldamynd þar sem náttúrulíkíngin verður að vikja fyrir tilgáng- inum; á myndum af píslarvottum má sjá hvernig þeir ota fram þeim líkamshluta sem verið er að leggja spjóti. I þessu sambandi er vert að athuga hvernig áhrif af erlendri hefð riddarabókmenta tvíbenda höfundinn, einsog marga aðra höfunda Íslendíngasagna, í mati hans á íslenskum staðháttum: af sögunni verður ljóst að hann ímyndar sér Otkel ekki meiri mann en svo að „bóndinn“ Gunnar er tiginn í samanburöi við hann, samanber Skammkell: „það mundi mælt ef ótiginn maður væri, að grátið hefði“. Maður skyldi næstum halda að þetta tilsvar væri feingið að láni úr útlendri sögu um aÖalsmenn, — ef það bæri ekki að öðru leyti öll einkenni Njáluhöfundar. Gunnar á Hlíðarenda er nefnilega fyrir aungra hluta sakir tiginn maður; að raunverulegum mannvirðíngum er hann bóndi í Fljótshlíð, án mannaforræðis. Það er skáldskapur Njáluhöfundar sem hefur hafið hann til dáðum rakkrar fornhetju norrænnar, dubbað hann til kristilegs riddara og gætt hann mildri dýrlíngslund alt í senn. Rógurinn sem Mörður ber á milli Njálssona og Höskuldar dregur lángan slóða: fyrst víg hins síðastnefnda, síðan Njálsbrenna. Al-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.