Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 61
MINNISGREINAR UM FORNSÖGUR
51
ýmsar reikisagnir og „stokkmótíf“, þarámeðal hið skylduga hesta-
þíng allra sagna. Atriði í þessum aðdraganda er meðal annars sagan
um ostkistuna sem ein bjargaðist þegar annað brann, til að geta
komið uppum Hlíðarendaþjófinn. Urslitum í Gunnarsmálum ræður
blóðgun sú sem Otkell veldur hetjunni þar sem hann er að sá. I
frásögn þessa atburðar hefur skáldið í huga víti sem mjög er hart
tekið á í fornum lögum, að ríða á mann ofan. Gunnar er að sá á
akri, Otkell kemur ríðandi við sjöunda mann. Sáðlandið er ekki
girt, mennirnir ríða yfir akurinn og fara mikinn. Hvorugur viröist
sjá annan né heyra. „Og í því er Gunnar stendur upp ríður Otkell
á hann ofan og rekur sporann við eyra Gunnari, og rístur hann mikla
ristu, og blæðir þegar mjög.“ Hér er öllu skipað.eftir þörf mynd-
arinnar. Gunnar veröur ekki var sjö manna sem ríða akurinn, því
sagan krefst þess að þeir komi fast að honum. Hann bograr við
sáðverkið, ekki af því menn sái korni bognir, heldur af því sagan
krefst að hann standi vel fyrir höggi. Hann virðist blátt áfram stað-
næmast hálfboginn til að bíða eftir högginu. Þetta er ósvikin mið-
aldamynd þar sem náttúrulíkíngin verður að vikja fyrir tilgáng-
inum; á myndum af píslarvottum má sjá hvernig þeir ota fram þeim
líkamshluta sem verið er að leggja spjóti.
I þessu sambandi er vert að athuga hvernig áhrif af erlendri hefð
riddarabókmenta tvíbenda höfundinn, einsog marga aðra höfunda
Íslendíngasagna, í mati hans á íslenskum staðháttum: af sögunni
verður ljóst að hann ímyndar sér Otkel ekki meiri mann en svo að
„bóndinn“ Gunnar er tiginn í samanburöi við hann, samanber
Skammkell: „það mundi mælt ef ótiginn maður væri, að grátið
hefði“. Maður skyldi næstum halda að þetta tilsvar væri feingið
að láni úr útlendri sögu um aÖalsmenn, — ef það bæri ekki að
öðru leyti öll einkenni Njáluhöfundar. Gunnar á Hlíðarenda er
nefnilega fyrir aungra hluta sakir tiginn maður; að raunverulegum
mannvirðíngum er hann bóndi í Fljótshlíð, án mannaforræðis. Það
er skáldskapur Njáluhöfundar sem hefur hafið hann til dáðum
rakkrar fornhetju norrænnar, dubbað hann til kristilegs riddara og
gætt hann mildri dýrlíngslund alt í senn.
Rógurinn sem Mörður ber á milli Njálssona og Höskuldar dregur
lángan slóða: fyrst víg hins síðastnefnda, síðan Njálsbrenna. Al-