Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 74
64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Þjóðir hef ég afmáð af jörðinni, um lönd hef ég farið herskildi og
lagt þau í auðn. Allt, sem þér hafið krafizt af mér.-----
Ennþá ákalla menn mig, og ég kem. Ég lít yfir löndin — jörðin er
sóttheit og sjúk og úti í geimnum væla villtir fuglar. Þá er hið illa í
algleymingi! Þá er böðulsöld!
I „Böðlinum“ mælir Lagerkvist spámannlegum viðvörunarorð-
um. Það liðu ennþá sex ár, áður en hinn skuggalegi spádómur um
algleyming hins illa rættist að fullu. Á þeim árum heyrist hann oft
brýna rödd sína gegn guðum tímans. Skáldið er ekki kristinn. Ein-
hvers staðar segir hann um sjálfan sig, að hann sé „trúaður guð-
leysingi“. Hann trúir ekki á guð, hann trúir ef til vill ekki einu sinni
á að hið góða sigri hið illa. En trú hans á mannkynið og þau menn-
ingarverðmæti, sem það hefur skapað, er þrátt fyrir allt óhagganleg.
Við ferð hans til Grikklands og Gyðingalands öðlast sú trú nýjan
styrk. Menningin er dýrðleg eign, sem hægt er að svipta oss, ef vér
viljum ekki berjast fyrir hana. Sigur er óviss. En baráttan er eilíf
og óhj ákvæmileg. Hún er aðalsmerki mannsins. Þannig hljóðar
trúarjátning Lagerkvists í bókinni, „Den knutna naven“ (1934).
í smásögusafninu „/ den tiden“ (1935) klæðir hann bituryrta
gagnrýni sína í ævintýrabúning, ekki ósvipað því, sem Jonatan
Swijt gerði í sögum sínum um Gulliver. Þar dregur Lagerkvist hina
andlausu múgþjálfun sundur í blóðugu háði. Eitt ævintýrið fjallar
um hernaðaruppeldi það, sem börnin fá í löndum einvaldanna.
Leikritin „Mannen utan sjal“ (1936) og „Seger i mörker“ (1939)
bera skýran svip þess, sem er að gerast, og Lagerkvist heldur þar
áfram að berjast gegn skoðanakúgun, ofbeldi og blóðsúthellingum.
011 verk Lagerkvists, sem hingað til hafa verið nefnd, eru gefin
út áður en núverandi heimsstyrjöld hófst. En eins og tímabilið
1933—1939 var síðasti áfanginn í undirbúningi styrjaldarinnar,
þannig er skáldskapur Lagerkvists á stríðsárunum hámark og full-
komnun þeirrar baráttu, er hann hafði háð undanfarin ár.
Síðustu kvæðabækur lians, „S&ng och strid“ (1940) og „Hemmet
och stjarnan“ (1942) eru að sjálfsögðu lítt kunnar hér, og þess
vegna er ég nokkuð óspar á tilvitnanir.
Nafnið „Sáng och strid“ hljómar eins og stefnuskráryfirlýsing,
og er það líka. Eitt kvæðanna í safninu nefnist Nya vapen: