Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 44
106 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR aðir til aldar. Fornsögurnar fjalla þannig um ýmsar tegundir yrkis- efna og ímyndana sem sótt hafa á þjóðina frá því hún kom í landið og jafnvel fyr, stundum meira að segja laungu fyr, og þó kanski aldrei verið henni hugleiknari en á ritunartíma sagnanna; en þær fjalla líka, einsog nokkrir bestu fræðimenn vorir hafa sýnt, um efni sem mega heita ný á þeim tíma sem ritað er, eða þá að minsta kosti séð í nýu ljósi, endurnýuð og sköpuð upp samkvæmt smekk aldar þeirrar sem ritað var á og þeirra sérstöku höfunda sem héldu á penna í það og það skiftið. Víkjum nú dálítið að Grettis sögu einusinni enn. Eingar sannanir eru um það, og fáar líkur, að sögur þær sem í Gretlu standa um Gretti hafi geymst í munnmælum nokkuð svipaðar því sem þar segir. Við sjáum afturámóti, m. a. af öðrum fornsögum, að í Gretlu hafa verið samanskrifaðar alskonar húsgángssögur sín úr hverri áttinni og heimfærðar uppá Gretti, en þarfyrirutan hafa ýmsar aðrar sögur verið á gángi, meira að segja bundnar nafni hans, sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum gretluhöfundar, þarámeðal sögurnar úr „frumgretlunni" Grettisfærslu, eða hann hefur ekki kunnað þær, svo sem sögur af vist Grettis í ýmsum stöðum; auk þess sem þjóðsagan um Gretti hefur haldið áfram að lifa sjálfstæðu lífi í landinu jafnt þó Grettis saga væri skrifuð, nýar og nýar grettissagnir haldið áfram að myndast og grettiskviðlíngar að verða til, þarámeðal rímur af Gretti fleiri en einar (ég veit um þrennar, má vera að til séu fleiri). En þó gretluhöfundur hafi að einhverju leyti forkastað þeim grettis- skáldskap sem til var í landinu á undan honum og gert sitt til að ráða niðurlögum ýmsra eldri jijóðsagnahugmynda um söguhetju sína, kost- andi kapps eftir aldartísku að gera hann raunsæilegri en verið hafði í tröllasögum og flimtankvæðum, þá verður samt eingin sú frásögn fundin í Gretlu, sem ekki ber með sér að hún sé skáldskapur. í Grettis sögu finst hvergi frá sagt sennilegu atviki í þeim skilníngi sem raunrýni mundi taka gilt, enda alt sem til þess bendir að fremur hafi vakað fyrir gretluhöfundi að gera æfintýri sennilegt en skrifa sagnfræði. Hann getur ekki gert að því þó síðar hafi á Islandi orðið til heilabú sem kunnu ekki greinarmun á sagnfræði og skáldskap. Og sem góður skemtisagnahöfundur leitast hann einnig við að gera yrkisefni sitt nokkurnveginn sjálfbjarga innan þeirrar umgerðar sem hann setur því.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.