Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Qupperneq 14

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Qupperneq 14
4 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hlíðarbræður, saga eftir Eyjóli Guðmundsson Eyjólf Guðmundsson á Hvoli er óþarfi að kynna fyrir félagsmönnum Máls og menningar. Bækur hans er félagið gaf út, Afi og amma, Pabbi og mamma og Lengi man til lítilla stunda, hafa notið mikilla vinsælda, og Eyjólfur hóf sig með þeim í tölu þjóðkunnra rithöfunda, og mun lesendur tímaritsins reka minni til þeirra lofsorða sem Halldór Laxness bar á rithöfundarhæfileika hans í ritdómi um Pabba og mömmu, „bók ársins", 1944: „Lýsingar á persónum og atburðum eru hér gerð- ar af slíkri nærfæmi, að maður freistast til að bera sér í munn hina langþvældu glósu um áskapaða listamannshæfileika", og um stíl Eyjólfs fór hann eigi síður miklum viðurkenningarorðum. Nú kemur í ljós að Eyjólfur hefur fengizt við skáld- skap, og átt skáldsögu í fórum sínum er nú verður sett á prent, og liggja drög hennar aftur til aldamóta, en höfundi farast sjálfum svo orð um hana: „Frumsam- in á kennsluárum mínum 1902—, en 1948 færð í nýjan búnað að nokkru leyti, en þó ekki gengið á snið við sannsöguleg atriði — sem em öll höfuðefnin —, orða- flúrið einungis breytt og persónum skákað til.“ Sagan gerist í sveit nálægt alda- mótum þegar ungmennafélagshreyfing var að vakna, ásamt íþróttaiðkunum, og fyrstu heimilistæki, svo sem skilvinda, voru að berast í sveitina. Höfundur segir með kímni frá ýmsum átökum hins gamla og nýja á þessum tímamótum, og dreg- ur upp myndir af atburðum og persónum er spegla hvorttveggja í því ljósi að hið sanna manngildi birtist, hvort sem sögupersónurnar aðhyllast gamla stefnu eða nýja. Ljóðaþýðingar eftir Helga Hálfdanarson Helgi Hálfdanarson er íslenzkum lesendum að góðu kunnur þótt ekki hafi enn birzt á prenti nema fá sýnishorn af kvæðum hans, þýddum og frumsömdum, og munu margir hyggja gott til að fá fleira að sjá frá hendi þessa orðhaga og form- snjalla skálds. í ljóðaþýðingum Helga er leitað víða til fanga, um Norðurlönd, Þýzkaland, Rússland, Persíu og Japan, svo nokkuð sé talið, en flest eru þó kvæðin frá Bretlandi og hefur Helgi tekið sérstöku ástfóstri við stórskáldin ensku á fyrra helmingi 19. aldar, Keats, Shelley, Byron og Wordsworth, og íslenzkað sum af mestu og frægustu kvæðum þeirra. Einnig hefur hann þýtt nokkrar af sonnettum Shakespeares, en um fá kvæði hefur meira verið ritað og deilt en þessi ástarljóð hins mikla skálds. Þá hefur Helgi gert nýja þýðingu á Rubaiyat (Ferhendum) þeirra Ómars og Fitzgeralds og er hún að því frábrugðin þýðingum þeirra Einars Benediktssonar og Magnúsar Ásgeirssonar að hér eru teknar með allar þær vísur sem Fitzgerald bætti við í síðari útgáfum sínum af kvæðinu. — Helgi hefur þýtt þrjú af leikritum Shakespeares, Eins og yður þóknast, Ofviðrið og Júlíus Sesar, og hefur þýðing hans á hinu fyrst talda verið leikin í Þjóðleikhúsinu, svo sem kunn- ugt er, en söngvar úr þessum verkum og fleiri leikritum Shakespeares eru í bókinni. írskar fornsögur. Hermann Pólsson hefur þýtt og valið til útgófu írskar og íslenzkar fomsögur skipa öndvegissess í miðaldabókmenntum Evrópu. Veldur því bæði heimildagildi þeirra um heiðna menningu álfunnar og þó einkum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.