Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 104
94
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
tímaíslenzkunnar hafa verið í framburðinum og aukning orðaforðans
í nútímamálinu. Fullvíst er, að við mundum ekki skilja hið mælta mál
forfeðra okkar frá því fyrir 1400, að hljóðdvalarbreytingin fór fyrst
að verða veruleg, þótt við hoppuðum inn í fornöldina til þeirra.
Norræn mál eru, eins og kunnugt er, ein grein hinna germönsku
mála, norðurgermönsk, en öðrum germönskum málum er skipt í tvo
flokka (germönsk mál 3 flokkar alls), vestgermönsk og austgermönsk.
Meðal vestgermanskra mála eru þýzka, hollenzka, flæmska og afbrigði
þeirra eða mállýzkur, ennfremur enska, en hún hefur sérstöðu innan
germanskra mála, hvað orðaforðann snertir, sem er að verulegu leyti
af rómönskum uppruna, þ. e. ættaður úr latínu. í fornöld voru einnig
talaðar germanskar tungur suður um alla Evrópu, og meðal þeirra var
gotneskan, hið eina austgermanska mál, sem nokkrar verulegar Ieifar
eru þekktar af, en það er brot af biblíuþýðingu biskups þeirra, Wulfila
hét hann, er uppi var á 4. öld eftir Kr. En þessi þýðingarbrot eru hin
mesta uppspretta germönskum málfræðingum, eru m. a. lesin í íslenzku-
deildinni* í Háskóla íslands.
IV
Latína og rómönsk mál
Fyrrum var tunga Rómverja hinna fornu, latínan, ásamt grísku önd-
vegisgrein í öllum æðri skólum, líka hér á landi.
Föllin í latínu eru sex, en eitt þeirra, ávarpsfall, er venjulega eins og
nefnifall nema í einum beygingarflokki nafnorða. Beygingar nafnorða
og lýsingarorða eru eins, og það var því ekki fyrr en á seinni öldum, að
málfræðingar tóku að greina milli nafnorða og lýsingarorða. Miðalda-
málfræðingar kölluðu nafnorðin undirstöðuleg nöfn (nomina substan-
tiva) og lýsingarorðin viðurleggjardeg nöfn (nomina adjectiva). Þess-
ar íslenzku þýðingar notaði Eggert Ólafsson í réttritabók sinni. —
Sagnbeygingar í latínu eru allflóknar og notkun tíðanna töluvert frá-
* Háskóladeild þessi er í daglegu tali oft nefnd norrænudeild, en rangnefni er
það, því að þar er ekki kennd fyrst og fremst norrœna, hið sameiginlega fommál
Norðurlandaþjóðanna, heldur íslenzka, og ekki heldur lesnar samnorrænar bók-
menntir, því að þær em að kalla ekki til, heldur íslenzkar og saga íslendinga.