Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 26
Tímirit Máls og menningar í trássi við Genfarsamningina lóku C.I.A. og starfsmenn bandaríska sendiráðsins, og síðar herforingjar í einkennisbúningum, að flytja her- gögn til Laos. Laos var ekki skipt af neinum sautjánda breiddarbaug sem væri af- vopnað svæði. í norðurhlutanum voru litlar skæruliðasveitir undir stjórn Souphanouvongs prins sem barizt höfðu með Vietnam gegn Frökkum. í milliflokki var Souvanna Phouma prins, hinn hlutlausi forsæt- isráðherra nýmyndaðrar samsteypu- stjórnar. Til hægri var Boun Oum prins sem hafði unnið með Frökkum. („Konungurinn“ var ómerkingur). Bandarikjamenn völdu sér Boun Oum prins. A fáeinum árum eyddum ,,við“ hálfum miljarði dollara í þessu gervi- konungsriki í kádiljáka og önnur leikföng handa hirðmönnum kon- ungsins og í mútur til þess að kaupa atkvæði á þingi Laos, en fyrst og fremst þó í hergögn. Þetta voru við- vaningslegar starfsaðferðir. Allt í einu sigruðu vinstriöflin í kosning- um, og „við Bandaríkjamenn“ vor- um allt í einu farnir að ausa fé í heri sem stóðu öfugu megin — voru stuðningsmenn Norður-Vietnams. Reynt var að leiðrétta þessa villu með því að koma á laggirnar her undir forustu Phoumi Nosavans hers- höfðingja (sem var fyrrverandi skjól- stæðingur Frakka), og tókst honum að ná höfuðborginni, Vientiane, með valdráni síðla árs 1960. En síðan var heppnin ekki með honum. Souphan- ouvong slapp úr haldi, hélt aftur í norðurveg og skipulagði á nýjan leik skæruliðasveitir þær sem sundrazt höfðu. Hann fór fram á aðstoð frá Norður-Vietnam, og fékk einhverjar undirtektir. í Vientiane hafði orðið valdrán frá vinstri undir forustu ungs fallhlífarforingja, Kong Le (sem C. I. A. hafði gert sér miklar vonir um). Þegar Kong Le var síðan hrakinn frá Vientiane gekk hann í lið með Souphanouvong. Þeir endurskipu- lögðu herir sem Phoumi hershöfðingi hafði reynt að eyða höfðu nú hæði stuðning 10.000 Vietnam-manna, fengu vopn sem Rússar köstuðu niður úr lofti og gerðu gagnárásir á heri Phoumi (sem taldir voru nema 80.000 manns). Herir Phoumi sundruðust andspænis miklu fámenn- ari sveitum. 1961 voru stuðnings- menn Souphanouvongs komnir langt fram hjá Vientiane og höfðu opnað samgönguleið til Suður-Vietnams. Bandarískir sjóliðar voru settir á land í Thailandi og Bandaríkin sam- þykktu í snatri að haldin yrði ný Genfarráðstefna. Meðan undanhald Phoumi hélt áfram gekk Averell Harriman frá samkomulagi til þess að bjarga því sem bjargað yrði, og gengið var frá vopnahléi. Samkvæmt Genfarsamkomulaginu frá 1962 var prinsunum þremur í Laos falið að ganga frá samsteypustjórn sín á 328
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.