Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 52
Tímarit Máls og menningar sinn undir liggja fyrir jafningjum sínum, en er eftirlátssamur þegar hann veit sér afls vant, en hófsamur við lítilmagnann. Vér víkjum nú héðan brott af ráðstefnunni meðan þér leitið yður ráðs; en þér skuluð þá hafa hugfast, að um ættland yðar er að tefla og aleigu, en auðna þess er undir komin því ráði sem þér takið nú. Að því mæltu gengu Aþenumenn af ráðstefnunni, en Meleyingar volkuðu það sín í milli hvern kost skyldi upp taka. Og þeir komu sér saman um að hafa öll hin sömu andsvör sem fyrr, og mælíu á þessa leið: Áform vor, Aþenumenn, eru enn hin sömu og á öndverðri ráðstefnu vorri. Vér höfum nú byggt þetta land sjö hundruð ár, enda munuð þér nú ekki ráða frelsið undan oss á einni svipstundu. En vér reiðum oss á hamingjuna og þau goð sem allt hingað til hafa veitt oss ásjá, en því næst á fulltingi manna og liðsinni Spartverja, og kostum svo að verja oss. Vér viljum vera yðar vinir, en eiga frið við yður báða, Spartverja og Aþenumenn; og því bjóðum vér að vér gerum nú sætt með oss, þá er oss sómi báðum, en þér farið síðan brott héðan. En þegar Meleyingar höfðu goldið þessi andsvör, þá slitu Aþenumenn ráð- stefnunni og mæltu á þessa leið: Oss þykir nú einsætt af ráðsályktun yðar, að þér einir allra manna ætlið yður meira traust í ókomnum atburðum og svipulli hamingju en hinu er þér vitið af sjón og raun, og er illt óvissa von að kaupa. En þar er þér reiðið yður á liðsinni Spartverja, þá er þar skemmst af að segja að það er yður sagt en sýnt ekki. Að því mæltu fóru sendimenn Aþenumanna aftur til herbúðanna. Og með því að Meleyingar höfðu í engu vægt fyrir þeim, þá hófu hershöfðingjar þeirra samstundis styrjöld og slógu hring um bæinn og skiptu verkum með herdeildunum. Því næst skildu þeir eftir herlið bæði sjálfra sín og banda- manna sinna, landher og skipalið, og hélt það áfram umsátinni, en sigldu burt með meginherinn. En samtíðis fóru Argverjar með her upp á Flíasaland, en Flíasar og arg- verskir liðhlaupar greiddu þeim atlögu úr launsátri og drápu átta tugi manna. Aþenumenn fóru ránsferð úr Pýlusborg um lönd Spartverja, og fengu mikið herfang. En Spartverjar héldu gerða sátt og hófu ekki ófrið af þeim sökum, en gáfu orlof þeim er fýsti til að fara ránshendi um lönd Aþenumanna. Þá kom upp ósamþykki milli Korinþumanna og Aþenumanna, og börðust þeir. 354
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.