Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 63
Hálfmáninn samtímis nokkra von í brjósti — fyrst mig þurfti ekki að hungra framar. Hversu skemmtileg tilviljun að hálfmáninn var einmitt á lofti, þegar við fluttum úr litlu kytrunni. í þetta sinn var hann skýrari en í nokkuð annað skipti fyrr eða síðar, og geigvænlegri. Ég varð að yfirgefa þetta litla herbergi, ]mr sem ég var svo heimakær. Mamma sat í rauðum burðarstól, fyrir honum gengu nokkrir trumbuslagarar og slógu mjög illa. Ég kom á eftir með karl- manninum, hann leiddi rnig. Hálfmáninn varpaði fölu skini sem virtist bær- ast fyrir kaldri golunni. Engin mannvera á götunni, aðeins hundar sem góluðu við hávaðann, burðarstólinn bar mjög hratt undan. Hvert vorum við að fara? Var verið að bera mömmu burt úr borginni, til grafarainnar? Þessi karl- maður dró mig svo hratt á eftir sér, að ég náði naumast andanum, kom einu sinni ekki upp gráthviðu. Rakur lófi hans var kaldur eins og fiskur. Mig langaði að kalla „mamma“, en þorði það ekki. Að vörum spori — hálf- ináninn líktist auga sem var komið að því að lokast — gengum við inn í þrönga hliðargötu. VIII Í þrjú til fjögur ár fannst mér ég aldrei koma auga á hálfmánann. Nýi pabbi var mér mjög góður, hann hafði tvö herbergi, bjó í því innra með mömmu, ég svaf á rúmbálki í því fremra. í fyrstu langaði mig til að sofa hjá mömmu, en eftir nokkra daga elskaði ég litla herbergið „mitt“. Vegg- irnir voru skjannahvítir, inni var aflangt borð og stóll. Eins og þetta væri allt mitt eigið. Teppið mitt var líka vænna en áður, hlýlegra. Mamma fitnaði smátt og smátt og roði færðist í andlitið, hreisturkennd húðin hvarf. Lengi lengi hafði ég ekki verið send til að veðsetja. Nýi pabbi sendi mig í skóla. Stunduin lék hann sér líka við mig. Þótt hann væri elskulegur, þá vissi ég ekki hvers vegna ég átti að kalla hann pabba. Hann virtist skilja þetta, og hló oftlega við mér. Þegar hann hló voru augu hans svo falleg. En mamma sagði mér laumulega að kalla hann pabba, og ég vildi ekki vera þrjózk. Ég skildi ósköp vel að það var eingöngu fyrir hans verðleika að við mamma höfðum nú í okkur og á. í þessi þrjú til fjögur ár minnist ég þess ekki að hafa séð hálfmánann. Máske man ég bara ekki eftir honum. Hálfmánanum þegar pabbi dó og hálfmánanum fyrir burðarstóli mömmu get ég hins vegar aldrei gleymt. Þessi daufa skíma, þetta svala loft var bjartara og skírara innra með mér en nokkuð annað, minnti mig helzt á jaða. Stundum fannst mér jafnvel að ég gæti þreifað á henni. 365
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.