Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 78
Tímarlt Máls og menningar verða snuðaðir. Ég útlistaði vandlega fyrir þeim skilmálana, og þeir héldu þrjózkulega heim að ná í meiri peninga. Reglulega spennandi. Verstir voru hragðarefirnir, ekki aðeins að þeir svikust um að borga, þeir vildu jafnvel hagnast, þeir stungu á sig pakka af vindlingum eða túpu af hvítu kremi eftir hendinni. Þá mátti ekki móðga, þeir voru of vel heima til þess. Ef maður gerði það, áttu þeir til að kalla á lögregluna til að skarka í manni. Ég móðg- aði þá heldur ekki, ég ól þá þar til ég kynntist lögreglumanni, sem hirti þá einn af öðrum. Heimurinn er nú einu sinni svona, hver gleypir það sem að kjafti kemur, einn gleðst af annars falli. Aumkunarverðastir voru skólastráka- greyin með rúman dal í veskinu. Ég kenndi til með þeim og hirti það litla sem þeir höfðu. Hvað gat ég annað gert? Þá voru það gömlu karlfauskarnir, allt góðborgarar, sumir orðnir afar. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að annast þá. En þeir áttu peninga, langaði til að kaupa sér pínulítinn yndisauka áður en þeir hrykkju uppaf, ég varð að veita þeim það, sem þeir vildu. Af þessu lærði ég að þekkja bæði karlmenn og peninga. Peningarnir eru skeinuhætt- ari karlmanninum. Karlmaðurinn er villidýr og peningarnir eru móður villi- dýrsins. XXXIV Ég uppgötvaði að ég gekk með sjúkdóm. Ég tók það afar nærri inér. Mér fannst ekki þess vert að lifa. Ég tók mér hvíld, fékk mér gönguferð, gekk án markmiðs. Mig lengdi eftir mömmu, hún hlyti að geta veitt mér huggun. Mér fannst ég myndi ekki geta lifað lengi. Ég beygði inn í litlu hliðargöluna, í von um að sjá mömmu. Ég minntist hennar eins og hún var, þar sem hún þandi físibelginn utan dyra. Brauðbúðinni hafði þegar verið lokað. Ég spurðist fyrir en enginn vissi hvert hafði verið flutt. Ég varð bara enn staðfastari, ég varð að finna mömmu. Ég ráfaði nokkra daga um göturnar niðurdregin og hnuggin, en án alls árangurs. Mig uggði að hún væri máske dáin, en hvert hafði brauðbúðin flutt? Ef til vill þúsund mílur í burtu. Ég grét við þessa til- hugsun. Ég klæddi mig og púðraði, lagðist upp í rúmið og beið dauðans. Ég hélt ég myndi brátt deyja. Einhver knúði dyra. Allt í lagi, ég yrði að sinna honum, neyta alls þreks til að sýkja hann. Ég fann ekki til neins samvizku- bits, þetta var alls ekki mín sök. Mér létti nokkuð, ég reykti og drakk. Mér fannst ég vera orðin þrítug eða fertug. Ég hafði dökka bauga undir augum og var funheitt á höndunum, en ég skeytti því engu. Því aðeins gæti ég lifað að ég hefði peninga. Fyrst að borða sig sadda síðan að sinna öðru. Ég borð- aði alls ekki svo illa. Hver vill ekki borða vel? Ég verð að hafa gott að borða 380
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.