Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 89
Carlo Lf vi menn að tyggja betel og menn með langt skegg og langar dulur vafðar um hausinn og aðrir kallar sem sátu á prjónum. Síðan rauk hann til og sýndi mér þýðingar bókarinnar Kristur nam staðar í Ebólí á ýmis mál, og sagði: Sko hvernig kápurnar þær sýna allar allt annað umhverfi heldur en það sem segir frá í bókinni, og þær eru allar bundnar staðháttum í löndum þýðendanna. Einsog til dæmis norska þýðingin. Sjáðu kápuna. Af hverju er þessi mynd? Ég kannast ekkert við þetta umhverfi úr bókinni minni. Svona landslag þekkir fólkið í Lúk- aníu ekki. Þetta er fiord norvegese, norskur fjörður. Hérna er sú ísra- elska. Maður með riffil. Eyðimörk. Þessi maður ætlar líklega að fara út í eyðimörkina til að skjóta á Arab- ana. Ha? Eða þessi, hún er frá Suð- ur-Ameríku. Á spönsku. Þetta er ein- hver alþjóðleg stílfæring sem segir ekki neitt, einsog eftir Þjóðverja í Buenos Aires. Það er eins með þá sænsku. Þarna liggur hundur á borði. Þetta getur alveg eins verið álút kona með skuplu. Svo tókum við íslenzku þýðinguna. Er þetta ekki íslenzkt landslag? segir hann. Ég sagði honum að þetta myndi vera frá Vestmannaeyjum. Þó kann- aðist ég ekkert við tréð með gullnu geislana, kannski var það sirkusleik- ari að kasta gullfiskum. Hinsvegar gat ég glatt hann með því að segja honum að þýðingin væri góð. Þegar ég gekk út trjágöngin var komið myrkur. Ég hélt á bókinni U Orologio eftir Levi sem hann hafði gefið mér, og í hliðinu var svartur köttur sem stanzaði og horfði á mig og geispaði. Daginn eftir fór Levi með flugvél til Sikileyjar, ég gat ekki farið þang- að. 391
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.