Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 92
Tímarit Máls og menningar eyraklaustur? Höfundur Jóns sögu var Gunnlaugur munkur, sem lézt ár- ið 1219 (eða 1218), og Konungsann- áll ber þess ærin vitni að vera að ein- hverju leyti saminn í Þingeyra- klaustri. II í þrem íslenzkum fornritum kem- ur fram sérstakur áhugi á írlandi: Laxdæla sögu, Kjalnesinga sögu og Hauksbók Landnámu. Það er því sér- stök ástæða til að rýna í þessi rit, ef leita skal að írskum þáttum. í Lax- dæla sögu er ein af sögupersónunum írsk konungsdóttir, og sonur hennar fer til írlands úr Laxárdal, en þegar til frlands kemur, býður afi hans honum konungdóm á frlandi. Engin ástæða er til að leggja óskoraðan trúnað á þessa frásögn, enda mun engum Dalamanni, hvorki Ólafi pá né öðrum, nokkurn tíma hafa verið boð- ið að gerast konungur yfir írum. Hér er um skáldskap að ræða, en frásögn- in er engu að síður hin merkilegasta. Með írlandsþætti Ólafs pá sýnir höf- undur Laxdæla sögu ótvíræðan áhuga á írlandi og hrifningu, sem má heita einstæð í íslenzkum fornbókmennt- um. Þessi afstaða höfundar til írskra mála gerir það enn fýsilegra, að svip- ast sé um eftir írskum einkennum í frásögninni. Mun það mála sannast, að hér er um svo auðugan garð að gresja, að mikið rit þyrfti til, að máli þessu séu gerð skil til hlítar. Hér mun ég einkum fjalla um einn þátt, dauða Kjartans, en áður en það sé gert, þykir mér rétt að hæta ofurlitlu við grein mína um Melkorku í síðasta árgangi Tímaritsins. En eftir þá at- hugasemd um Melkorku mun ég snúa mér að hinztu örlögum sonar- sonar hennar. III Melkorku er aðeins getið í þrem forn- um heimildum: Egils sögu, Laxdæla sögu og Sturlubók Landnámu. Óllum þessum heimildum ber saman um, að Melkorka hafi verið dóttir Mýrkjart- ans einhvers írakonungs og móðir Ólafs pá Höskuldssonar í Hjarðar- holti. En auk þess sem nafn konunn- ar sjálfrar kemur fyrir í þessum rit- um, getur Laxdæla þess, að við hana séu kenndir Melkorkustaðir í ofan- verðum Laxárdal, sunnan ár. Sagan tekur fram, að bær þessi sé í auðn, þegar hún var rituð. Orðalag sögunn- ar virðist bera með sér, að Melkorka hafi verið talin frumhygginn þar, enda væri slíkt ekki óeðlilegt, þar sem bærinn er við hana kenndur. Hins vegar liermir sagan ekkert um síðari feril Melkorkustaða, nema af henni verður ráðið, að þeir voru komnir í eyði, þegar kemur fram á 13. öld. Laxdæla er eina heimildin. sem getur Melkorkustaða í Laxárdal. Þeirra er ekki getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, og fræðimenn á síðari tímum hafa ekki 394
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.