Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 93

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 93
leyst þá gátu, hvar bærinn kann að hafa staðið. í sjálfu sér er það merki- legt fyrirbæri, að lega bæjarins skyldi hafa gleymzt svo gersamlega, þar sem Laxdæla saga hefði í rauninni átt að halda minningu hans á lofti eftir að hún var rituð. Hins ber þó að gæta, að hér var um lítið kot að ræða, að því er virðist, og minningin um skammbýlan bústað gat verið hverf- ul, þótt fróðum manni á þrettándu öld tækist að grafa hana úr gleymsku. Þó hefur fræðimönnum einnig komið til hugar, að höfundur Laxdæla sögu hafi skáldað frásögnina af Melkorku- stöðum, og sé það rétt ályktað, þarf ekki að leita ýkja langt að fyrir- myndinni. Heimildir síðari alda geta annarra Melkorkustaða og í annarri sveit, og virðist þar ef til vill vera um fornt evðibýli að ræða. í Jarðabók þeirra Arna og Páls er svofelld grein, sem útgefendur segja verið hafa á lausum seðli í handritinu: „Melkorkustader nefna menn í Dýrastaða landi, þar sem tóftaleifar sjást á hól einum í mosamó. Efast menn hvort þar hafi byggð verið og vita ekkert til þess nema nafnið. Ekki verður þar byggt nema Dýrastöðum til meins og skaða, og þar með heyskaparvon engin.“ Það virðist í fljótu bragði vera undarleg tilviljun, að bæjarnafni þessu, sem á að hafa týnzt svo gersamlega í Laxár- dal í Dölum, skuli skjóta upp kollin- um suður í Norðurárdal í Mýrasýslu. Um írsk atriði í Laxdœla sögu Hver er skýringin á þessu? Voru til tvö kot, annað í Laxárdal og hitt í Norðurárdal, sem bæði voru kennd við hið einstæða heiti Melkorku? Slíkt þykir mér heldur ósennilegt. Eða þekkti höfundur Laxdælu til Melkorkustaða í Norðurárdal og not- aði síðan nafnið handa bústað þeim, sem Höskuldur er látinn fá Melkorku í sögunni? Ef ekki hagaði svo til, að þeir Árni Magnússon og Páll Vída- lín voru báðir mjög glöggir menn og Árni sjálfur úr Dölum vestan, gætu menn ef til vill látið freistast til að leggja áherzlu á það, að greinin um Melkorkustaði hefur varðveitzt á lausum seðli og hefði því getað lent á skökkum stað í bókinni. En slíkt eru ástæðulausar bollaleggingar, enda sker lega Melkorkustaða í Dýra- staðalandi úr um það, hvar þeirra sé að leita. Dýrastaðir eru ekki aðrir til en í Norðurárdal. Þess má geta hér til gamans, að sumir fræðimenn hafa talið Ólaf hvítaskáld höfund Laxdælu. Hann átti um hríð heima á Borg og í Stafholti, þar sem hann hafði skóla, og gat honum því verið kunnugt um örnefni eða bæjarheiti í Norðurárdal og þegið nafnið þaðan, ef hann var höfundur sögunnar. En frambærileg rök hafa ekki enn komið fram því til stuðnings, að Ólafur hvítaskáld hafi ritað Laxdælu, og verður því ekki mál þetta rætt nánar að sinni. 395
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.