Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 95
hann, þá birtist þegar við fyrstu kynni af honum í sögunni kristnir eðlisþættir: „Hverjum manni var hann lítillátari og vinsæll, svo að hvert barn unni honuin. Hann var léttúðugur (sem merkir hér glaðlynd- ur) og mildur af fé.“ Þegar Kjartan fer utan, segir sagan og minnir oss enn á vinsældir hans: „Tíu voru þeir íslenzkir menn saman alls, er í ferð voru með Kjartani, og enginn vildi skiljast við Kjartan fyrir ástar sak- ir.“ Og þegar Kjartan er við hirð Ól- afs konungs, kemst sagan svo að orði: „Kjartan var þar svo vinsæll, að hann átti sér engan öfundarmann innan hirðar. Var það og allra manna mál, að cnginn hefði slíkur maður komið af Íslandi sem Kjart- an.“ Áherzla sú, sem lögð er á lítil- læti Kjartans annars vegar og vin- sældir hans hins vegar, minnir þegar á afstöðu helgra manna til annarra og afstöðu annarra manna til þeirra, enda beinist athygli lesandans brátt að öðrum þáttum í fari Kjartans, sem eru af sama toga spunnir. Þegar Kjartan hefur tekið kristni og er á förum til íslands, kveður Ólafur kon- ungur hann með þeirri bón, að Kjart- an haldi vel trú sína. Og Kjartan læt- ur sér þetta að kenningu verða. Um veturinn eftir er Kjartan heima í Hjarðarholti: „Kjartan fastaði þurrt langaföstu og gerði það að engis manns dæmum hér á landi, því að það er sögn manna, að hann hafi Um írsk atriSi í Laxdœla sögu fyrstur manna íastað þurrt hér inn- anlands. Svo þótti mönnum það und- arlegur hlutur, að Kjartan lifði svo lengi matlaus, að menn fóru langar leiðir að sjá hann. Með slíku móti voru aðrir hættir Kjartans umfram aðra menn. Síðan gengu af páskarn- ir.“ Hér er auðsæilega á ferðinni maður, sem lætur sér ekkert hálfkák nægja. Fyrstur íslendinga verður hann til að þurrfasta alla langaföstu og rækir hinn nýja sið af einsýni og skyldurækni, þótt skjótræði hans og ögrun við aðra menn komi að vísu ekki fullkomlega heim við kristnar kennisetningar. Kjartan er blandað- ur af tveim meginþáttum: annars vegar hlýðni og undirgefni við krist- inn sið og hins vegar veraldlegum metnaði. í þeim átökum, sem eiga sér stað milli þessara þátta, hlaut kristn- in að sigra i dauða hans. „Síðan gengu af páskarnir,“ og þegar þeim er lokið, er efnt til brúð- kaups, og Kjartan gengur að eiga Hrefnu Ásgeirsdóttur. Tíminn líður, og koma aðrir páskar, en á þvi méli hefur óvild magnazt milli Kjartans og fyrri ástkonu hans, Guðrúnar Ósvíf- ursdóttur. Að þeim páskum liðnum er honum ráðið bana fyrir tilstilli hennar. í sögunum yfirleitt er fremur spar- lega haldið á tímasetningu, en þó keinur fyrir, að nefndir séu ákveðn- ir vikudagar. Stundum eru þeir nefndir berum orðum, en hitt kemur 397
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.