Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 96
Tímarit Máls og menningar þó einnig fyrir, að til þeirra sé vitn- að á óbeinan hátt. í Hrafnkels sögu er það til að mynda einungis gefið í skyn, að Eyvindur hafi verið veginn á laugardegi, enda varð fyrirmyndin að vígi hans, víg Ormssona 1252, einnig á laugardegi. í stað þess að nefna vikudaginn, er þess einungis getið, að morguninn, sem Eyvindur féll, hafi kona verið að þvo léreft sín í Lagarfljóti, en eins og kunnugt er, hét laugardagur einnig þvottdagur að fornu, og bæði nöfnin lutu að þeim verknaði, sem þá fór fram. Les- endum Hrafnkels sögu var því ekki ofraun að ráða af þvotti konunnar, hver vikudagurinn var. Um Laxdæla sögu er málum öðruvísi háttað. Þar erum við látin fylgjast með efstu stundum Kjartans, svo að ferill hans verður rakinn frá degi til dags. „Hinn þriðja dag páska reið Kjartan heim- an við annan mann,“ og úr þeirri ferð á hann ekki afturkvæmt. „Kjart- an situr hinn fjórða dag páska á Hóli.“ Og síðasta dag ævi sinnar leggur hann af stað heimleiðis, þótt hann eigi ekki aftur að sjá Hjarðar- holt lífs: „Kjartan býst snemma fimmtudag í páskaviku,“ segir sagan um brottför hans frá Hóli. Hér er undarlega mikil áherzla lögð á tíma- setningu, fyrst langaföstu og síðan páska, upprisuhátíð Krists. Lesanda Laxdæla sögu kemur því engan veg- inn á óvart, þótt Kjartan verði kristi- lega við dauða sínum. Þegar Bolli hefur staðið hjá viðureign þeirra Kjartans og Ósvífurssona og ekki hafzt að, koma fyrst mild og tvíræð ögrunarorð Kjartans: „Bolli frændi, hví fórstu að heiman, ef þú vildir kyrr standa hjá? Og er þér nú það vænst að veita öðrumhvorum og reyna nú, hversu Fótbítur dugi.“ Það er næst- um því eins og Kjartan geri sér enn vonir um, að Bolll muni ekki snúast gegn fóstbróður sínum, en þegar Bolli snýr að Kjartani, segir hann við Bolla: „Víst ætlar þú nú, frændi, níðingsverk að gera, en miklu þyki mér betra að þiggja banaorð af þér, frændi, en veita þér það.“ Síðan kast- aði Kjartan vopnum og vildi þá eigi verja sig, en þó var hann lítt sár, en ákaflega vígmóður. Engin veitti Bolli svör máli Kjartans, en þó veitti hann honum banasár. Bolli settist þegar undir herðar honum, og andaðist Kjartan í knjám Bolla. Iðraðist Bolli þegar verksins og lýsti vígi á hendur sér.“ Þau eru ekki ýkja mörg orðin, sem eignuð eru Kjartani, og vega þó þungt gegn þögn Bolla. Þrívegis not- ar Kjartan ávarpið „frændi“, sem minnir á vináttu þeirra, skyldleika og fóstbræðralag og gerir ódæðis- verkið enn átakanlegra. Kjartan deyr eins og kristnum manni sæmir. Hann neitar að verja sig og tekur æðru- laust við banasári af hendi fóstbróð- ur síns. í samræmi við siðaskoðun kristninnar var það betra að vera 398
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.