Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 4
Timarit Máls og menningar
vandamál, og liaja \jó þœr þjóðir ólíkt sterkari aðstöðu en vér íslendingar.
Raunar lítur út fyrir að áköfustu stuðningsmenn erlendrar fjúrjestingar á
Islandi haji gert það að hugsjón sinni að leggja niður alla framleiðslu,
en œtli sér að „renna stoðum undir nútímaþjóðfélag“ með spákaupmennsku
einni saman. Ef þeir vœru réttir fulltrúar íslenzkrar borgarastétlar (sem von-
andi er ekkij mundi stefna hennar vera að gera sjálfa sig að sníkjudýrum.
Glamur Morgunblaðsins um „almenningshlutafélög“, „auðstjórn almennings“
(!) og hugsjónaskrif þess um stofnun verðbréfamarkaðar er einkar lœrdóms-
ríkt í þessu sambandi. Helzta hvöt þessara manna er grœðgin sem ekki sést
fyrir.
3) Hin sterkuslu rök gegn erlendri fjárfestingu eru, í fyrsta lagi, að hinn
beini ágóði af henni fyrir þjóðarbúskapinn er meira en vafasamur þegar til
lengdar lœtur; í öðru lagi, að þau ítök sem hinir erlendu auðhringar munu
öðlast í þjóðfélaginu, sá áhrifamátlur sem auðmagn þeirra veitir þeim,
eru rniklu sterkari en svo að hœgt sé að gera ráð fyrir að hið litla íslenzka
þjóðfélag geti staðizt þann þunga. Bœtum því við að með innrás erlends
auðmagns munu andstœðurnar innan þjóðfélagsins aukast til mikilla muna.
Og ennfremur: með því að rjúfa varnarvegg þjóðfélagsins gegn ofurmætti
erlends auðmagns, sýna þeir sem völdin hafa að þeir kunna ekki að stilla
þeim í hóf; þeir sýna enn einusinni að þeir svífast einskis. Þegar þeir hafa
kastað hanzkanum er þeim rétt að minnast hinnar alþýðlegu speki, að það
er óvandur eftirleikurinn.
S. D.
242