Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 9
Flétt blöðum jarðsögunnar samkvæmt rannsóknum á Tjörnesi ættu að vera um 3.5 miljónir ára siðan kúfskelin kom að Italíuströndum. Það er margur fróðleikur skráður á spjöld íslenzkrar jarðfræði, og margt af því er næsta gagnlegt og fróðlegt fyrir fleiri en íslendinga. Mér þykir Tjörnes hafa sögu, að segja. Og nú skil ég að þú hefur átt erindi að Beringssundi. Það hejur verið gaman að bera saman bœkur jarðsögunnar. En hverjar eru aðrar niðurstöður eða nýjungar í rannsóknum ykkar? A Tjörnesi eru þrenn meginlög úr sandsteini og öðru setbergi, og eru þau aðgreind af allþykkum syrpum af blágrýtislögum. Neðsta og elzta setlaga- syrpan eru Tjörneslögin, þá koma Furuvíkurlögin og efst og yngst eru Breiða- víkurlögin. Elztu jökulminjar á Tjömesi er að finna í Furuvíkurlögunum, sem eru 2.4 —3 miljónir ára, en alls hafa meginjöklar sennilega farið 10 sinnum yfir Tjörnes á þeim tíma sem liðinn er síðan. Hér er um tvær nýjungar að ræða. í fyrsta lagi hefur lengd hins eiginlega jökultíma verið talin 600.000—1 miljón ára. Samkvæmt rannsóknum á íslandi og í Alaska má telja að hann sé þrisvar sinnum lengri. Reyndar finnast eldri menjar jökla í báðum þessum löndum, t. d. hér á landi í gili Litlu-Botnsár í Hvalfirði og sennilega er jökul- ruðningslag undir blágrýtinu í kolli Esju einnig eldra, svo eitthvað sé nefnt. Nýjustu rannsóknir annars staðar í heiminum ber mjög að sama brunni um lengd jökultímans, en aðstaða til að aldursákvarða jökulminjar munu hvergi vera betri en hér á landi, svo er jarðeldinum fyrir að þakka. I öðru lagi hefur nú alllengi verið talið að jökulskeið jökultímans séu 4 eða 5. Á Tjörnesi teljum við vera minjar um 10 jökulskeið. Sá er munur á Tjörnesi og hinum „klassisku“ svæðum að þar eru hin einstöku jökulruðn- ingslög hulin hraunlögum, svo að jöklar á yngri jökulskeiðum hafa eigi náð að aflaga og eyðileggja eldri ruðningslög. Þessu er víðast annars staðar öðruvísi farið. Þar þekkjast vel eingöngu minjar síðasta jökulskeiðs og hins næst síðasta, en þá urðu jökulskildirnir stærstir. Minjar frá fyrri jökulskeið- um eru því víðast huldir yngra j ökulruðningi og raskaðar. Við Beringshaf hagar þannig til að jökulminjar eru nokkuð strjálar, enda jöklar ávallt verið smáir þar. En rannsóknir á sjávarseti frá hlýviðrisskeiðum þar benda til svipaðs fjölda jökulskeiða og á Tjörnesi. Er nú ekki ráð að hvíla sig um stund á jarðsögunni. Hvernig er umhorfs við Beringshaf og hverjir búa þarna og hvað hafa þeir fyrir stafni. Mig lang- ar helzt til að spyrja eins og gert er í upphafi að Vínviðnum hreina: „Hvernig 247
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.