Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 15
Gísli Asmundsson Kalt stríð Hreggviður Karlsson var að koina að utan. Hann gekk rakleitt inn í vinnu- herbergi sitt, tók lítinn peningakassa upp úr skúffu, lagði ofan í hann fáeina peningaseðla og gekk síðan aftur frá honum á sinum stað. Að því búnu fór hann inn í dagstofuna og lét fallast ofan í hægindastól. Hann var undarlega magnlaus og þreyttur, þó að ekki væri nema liðlega miður dagur. En hann gat nú kannski líka leyft sér að slaka ofurlítið á í þetta sinn, því að peningarnir, sem hann hafði verið að sækja, táknuðu tímamót í lífi hans. Það voru fyrstu eftirlaunin. Oft hafði honum orðið hugsað með tilhlökkun til þessarar stundar á und- anförnum árum — kannski var ekki ofmælt að segja áratugum — þegar hon- um ofbauð þrældómurinn og hann þráði að geta einhvern tíma kastað af sér reiðingnum. Barnakennaralaun voru ekki há og tæpast viðlit að framfleyta fjölskyldu af þeim einum. Hann hafði því verið til neyddur að taka auka- kennslu á vetrum, en vinna ýmsa verkamannavinnu á sumrin. Smávegis hafði hann átt, þegar hann staðfesti ráð sitt nær hálffertugur, og í litlu sjávarþorpi voru ekki gerðar háar kröfur til lífsþæginda á kreppuárunum fyrir strið. Hann gat því séð heimili sínu farborða með skaplegri vinnu framan af. En eftir að hann fluttist til Reykjavíkur í stríðsbyrjun, hafði lifsbaráttan farið siharðnandi. Dýrtíðin óx jafnt og þétt. Sérstaklega varð húsaleiga fljótlega óbærilega há, svo að hann réðst í að byggja. Hann fékk lóð í útjaðri bæjar- ins og kom sér upp snotru einbýlishúsi um hundrað fermetra að flatarmáli, einni hæð og risi. Kostnaður allur fór langt fram úr áætlun, og um tíma var mjög tvísýnt, hvort honum tækist að halda húsinu. Þegar komið var yfir mestu örðugleikana, tóku þó ný útgjöld við. Lítið var til af sómasamlegum innanstokksmunum í hið nýja og fallega hús. Kröfur almennings um heimilis- tæki og allan húsbúnað jukust stórlega með auknum peningaráðum, og bæði konan og börnin vildu eins og eðlilegt var fylgjast með tímanum í þessum efnum. Það þurfti teppi á gólfin, borð úr harðviði, hægindastóla, svefnher- bergishúsgögn og auðvitað útvarpstæki. Það keypli hann reyndar fyrir and- virði orgelsins síns. Hann hafði frá ungaaldri haft gaman af að grípa í hljóð- 253
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.