Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og menningar Hún var rúmgóð vel, allt að því eins stór og dagstofan heima hjá honum. Teppi var á gólfi, hægindastólar, snoturt borð úr harðviði, málverk á vegg. Hreggviði fannst hann í rauninni ekki vera kominn í sveit, ekki sína sveit. Innan stundar kom húsfreyja með kaffi á bakka og brauð úr brauðgerðar- húsi í kaupstaðnum, óefað bakað sama morguninn. Hún settist til að skrafa við gestinn og fékk sér sopa honum til samlætis. Hreggviði var efst í huga breytingin, sem orðin var á þessum bæ. Hann fór að rifja upp fyrir sér minningarnar um gamla bæinn í Bugkoti og lýsa honum fyrir konunni: bæjardyr gluggalausar með steinhellum í gólfi og moldar- veggjum, koldimm, saggasöm göng, baðstofa í tveim hólfum með einum litl- um stafnglugga niður við jörð, lítil eldavél í fremra hólfinu. „Og að bera það saman við þetta nýtízkuhús,“ sagði hann. „Maður trúir varla sínum eigin augum. Eg var að hugsa um það áðan, hvort ég væri kannski orðinn svo elliær, að ég væri hættur að greina á milli draumóra úr æsku og veruleikans. Því að eitthvað í þessa átt hnigu dagdraumar okkar ungu mannanna í sveitinni: reisuleg hús, rúmgóð og björt. Endalaus renn- slétt tún, jafnvel akrar eins og á söguöld, vinnuvélar og auðvitað stórar og fallegar hjarðir. Að suinu leyti fer veruleikinn fram úr því, sem við gátum gert okkur í hugarlund.“ „Já, að sumu leyti kannski,“ anzaði konan með nokkurri þreytu í röddinni. „Auðvitað er breytingin mikil og góð, og það er kannski vanþakklæti að vera ekki harðánægður. Það er víst alls staðar eitthvað að. Okkur finnst til dæmis stundum nóg um fásinnið. Við erum hér bara hjónin með þrjá krakka, og það elzta meira að segja orðið laust við heima. Ég snýst hér ein allan daginn milli búrs og eldhúss, nema þegar ég skrepp út stund og stund um sláttinn í heyvinnu. Og maðurinn minn lengst af einn við útiverkin. Og megum varla víkja okkur að heiman og auðvitað aldrei nema annað í einu. Maður er stundum þreyttur á þessari endalausu einveru. Auðvitað var ekki alls staðar margt í heimili áður fyrr, en það er eins og fólk hafi þolað það betur. Það þekkti ekki annað. Nútímafólk lifir allt lengri eða skemmri tíma í fjölmenni. I skólunum allténd.“ Hreggviður samsinnti því, að einmanalegt væri til lengdar í slíku fámenni. „En það er líka til einmanaleiki í margmenninu, engu síður þungbær,11 sagði hann. „í sveitinni er það þó til fróunar að hafa náttúruna sífellt fyrir augunum með breytileik sínum og lífi.“ Konan brosti í vorkunnsemi. „Maður hefur nú öðrum hnöppum að lineppa en að dást að fegurð náttúrunnar. Þessar framkvæmdir kosta mikið fé, og 270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.