Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Qupperneq 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Qupperneq 39
Kalt stríð breyttist ekki, enda þótt fleira yrði til að stuðla að því, að hann valdi sér annað lífsstarf. Iíreggviður settist upp, nokkuð snöggt, til að hrista af sér þessa óþægilegu minningu. Refurinn, sem enn stóð á liólnum og horfði á hann, tók nú við- hragð, reisli höfuðiö og skokkaði af stað suÖur úr Lúninu. Hann stanzaði öðru hvoru og horfði tortryggnislega á þennan óboðna gest, sem kominn var í ríki hans. Hreggviður horfði á eftir honum, þar sem hann hoppaði og skopp- aði hæð af hæð eins og mórauður hnoðri og hvarf inn dalinn. Og maðurinn brosti með sjálfum sér, þegar honum varð hugsað til þess, að kannski væri þetla dýr afkomandi fjölskyldunnar, sem hann hafði forðum daga gefið líf. Hreggviður hélt ferðinni áfram, stefndi nú yfir um dalinn að Kambi. Ain féll þarna undir austurhlíð dalsins, og var yfir mólendi að fara í dalbotnin- um, mjóa spildu. Hreggviður fylgdi gömlu götunni, og hún var ennþá grón- ari og máðari en sú, sem hann hafði gengiö inn að Fagradal. HlíÖin handan árinnar blasti nú við honum, og þegar hann renndi augunum yfir gamalkunn- ar brekkur og hjalla, tók hann eftir því, að hreyfing var þar á fé. Sums stað- ar voru smáhópar á harðaspretti, annars staðar runnu kindur í löngum hala- rófum eftir bugðóttum fjárgötum. Nú heyrÖi hann líka hó og hundgá. Það var sýnilega verið að smala til rúnings á Kambi í dag. Það hittist ekki vel á. Sízt af öllu kærði hann sig um að valda truflun og töf á annadegi. Á lágu holti staldraði hann við. Þaöan sá hann glitra á Dalsá fram undan og heyrði nú nið hennar miklu skýrar en áður. Hann lagöi við hlustirnar. Dalsá var í góðviðrisskapi í dag, friðsöm og ljúf. Hún malaði í sælli værð eins og köttur undir vegg. Engar tvær ár hafa sama straumhljóð. Ein niðar með þungum, dimmum róm, önnur með uggvænlegum gný. Dalsá haföi bjart- an og léttan róm og þó mjög breytilegan eftir árstíðum og veðrum. Það heyrðist vel til hennar heim að Fagradal, og oft hafði Hreggviður staðið á hlaðinu og hlustað. Þegar sumar var og blíðviðri, var gleði og hirta í söng árinnar. Á kyrrum haustkvöldum varð hún angurvær og hljóðlát. Oft breytti hún um róm mörgum klukkustundum fyrir veðrabrigði, og fyrir kom, að hún varð æst og hávær, nálæg eins og komin heim undir tún. Þá var óveður í nánd. Rödd árinnar var svo breytileg og kvik, að hún minnli á Iifandi veru. Áin var eins og vættur, enda talaði fólkið í sveitinni einatt um hana eins og persónu: hún Dalsá, sagði það. Þessi vættur var að jafnaði góÖlynd og vel- viljuð, og þó var ekki á hana að ætla. Hún bjó líka yfir köldu miskunnarleysi. Og þegar hún ruddi sig á vetrum og þeytti af sér þykkum ísjökum eins og hefilspónum, þá sýndi hún, að hún var jötnaættar. 277
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.