Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Síða 41
Kalt stríð Þráinn bóndi, nágranni hans og vinur frá æskudögum. Bóndi sneri til móts við gestinn léttur á fæti og heilsaöi honum. „Jæja, gamli kunningi, sjaldséðir hvítir hrafnar!“ sagði hann léttur í máli. „Ertu nú kannski að vitja sveitasælunnar í ellinni?“ „Ætli það ekki,“ anzaði Hreggviður. „Það er nú kannski hver seinastur að gera það.“ Hann horfði á komma og var að reyna að koma því fyrir sig, hver hún væri. Hún var í síðpilsi og með skýlu um höfuð. í þessum svifum var hún að hlaupa fyrir kind uppi í brekkunni fyrir ofan réttina, þung í hreyf- ingum, enda nokkuð gildvaxin. Þráinn tók eftir spyrjandi augnaráði hans. „Já, þetta er hún Valla systir. Hún er nú orðin þyngri upp á fótinn en þegar þú þekktir hana. Ég hef sem sagt setið uppi með hana. Allt þér að kenna, að hún er ekki vel metin húsfreyja í Fagradal. Þú hljópst burt af ætt- arjörð þinni til að elta mýrarljós.“ Hreggviði sárnaði það, að allir, sem hann hitti í átthögunum, viku að hon- um sneiðum og jafnvel ónotum. Það virtist vera blandin ánægja að því að heimsækja fornar slóðir. Hann sagði ekki neitt, en hélt áfram að horfa á konuna. Nú var hún komin fyrir kindurnar og stuggaði á undan sér lambi með því að dusta svuntuna. Allt í einu skaut upp í huga hans mynd frá löngu liðnu atviki á þessum sama stað. Stúlka innan við tvítugt, stælt og létt á fæti, var að eltast við óþægan gemling, sem sífellt sneri á hana. Allt í einu tók hún snöggan sprett, kastaði sér fram og greip um annan afturfótinn á gemlingnum og hélt honum, þar til jafnaldri hennar kom hlaupandi og tók gemlinginn. Þegar hún stóð upp, íturvaxin og rjóð eftir hlaupin, var svo björt sigurgleði og glettni í augunum, að gekk piltinum til hjartans. Hreggviður hjálpaði systkinunum til að reka í réttina. Fjárhópurinn var á að gizka hundrað fullorðnar kindur, flest lembdar ær. Það gekk greiðlega að koma fénu í réttina, því að það var dasað í miðdegishitanum. Lömbin voru svo móð, að þau höfðu naumast sinnu á að jarma eftir mæðrum sínum. Þráinn þakkaði Hreggviði fyrir aðstoðina. „Þú komst eins og kallaður,“ sagði hann. „Maður er oft helzt til liðfár. Það er hér eins og víðar: lítið um ungviðið að taka af manni hlaupin. Krakkamir öll flogin, og gamla fólkið má sjá um sig. Kannski er það samt affarasælast svona. Ungt og gamalt á illa saman nú á tímum. En nú skulum við koma í bæinn og vita, hvort konan á ekki einhvern bita handa okkur. Þú ert líklega orðinn göngumóður eins og við smalamir.“ Þau gengu heim túnið. Hreggviður rak óðar augun í það, hve graslag var hér ólíkt því, sem hann hafði séð í Bugkoti. Hér var sóley í túni. Hér gréri 279
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.