Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Qupperneq 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Qupperneq 51
Kalt stríS Petta er þá játning þeirrar trúar, sem ég tók í æsku, og hún hefur reynzt mér góð trú. Eitt af mörgu, sem ég á henni að þakka, er það, að ég hef fyrir hennar áhrif hneigzt meira til félagshyggju en kannski hefði annars orðið. Þó að ég hafi orðið að leggja á mig mikið erfiði til að afla daglegs brauðs, hef ég jafnan reynt að vinna störf mín með því hugarfari, að ég væri að gera þjóðfélagslegt gagn. Það gaf þeim lífrænt gildi. Þó að ævistarf mitt teljist ekki mikils háttar og sé þess eðlis, að þess sjái lítinn stað eftir á, skil ég við það með því hugarfari, að ég hafi af fátæklegum kröftum mínum lagt mitt af mörkum til þess gróandi þjóðlífs, er þróazt hefur um okkar daga. Mér hefur fundizt það mikil blessun að kenna mig hluttakandi í þeirri framvindu, sem ég játa af heilum hug. Ég hef glaðzt innilega yfir hverjum sigri, sem unnizt hefur, eins og ég hefði sjálfur staðið þar í stríði. Og það er yfir ærnu að gleðjast. Með efnahagsþróuninni á þessari öld hefur þjóðin loksins náð traustri fótfestu í landinu, öruggum tökum á að nýta lífsskilyrðin, sem land- ið býður. Hún þarf ekki framar að kvíða því, að hún deyi út eða neyðist til að flýja. Ég skil ekki, hvernig nokkur maður getur annað en fagnað slíkri þróun, enda þótt ýmislegur vandi sé enn óleystur. Varð það ekki lifsnauðsyn, að þjóðin eignaðist sinn eigin skipastól, að hún eignaðist nútímaframleiðslu- tæki, að hún lærði að yrkja jörðina og stöðva uppblásturinn ? Og þá er hin andlega hlið málsins. Um okkar daga hefur þetta langkúgaða fólk, umkomulausasti allsleysinginn meðal þjóðanna, verið að rétta smátt og smátt úr bakinu, eignast sjálfstraust og trú á hlutgengi sitt með öðrum þjóð- um. Það hefur verið mér dýrmætast lán að lifa þessa andlegu endurreisn, finna hana í eigin hjarta. Þessi andlega endurreisn er samofin hinni efnahags- legu uppbyggingu og reyndar óhugsandi án hennar. Ég fór fyrir nokkrum árum austur í Rangárþing síðla sumars og sá víðáttu- mikla kornakra í góðum þroska, þar sem til skamms tíma voru örfoka sandar. Ég gladdist að sönnu yfir þeirri velmegun, er slík sjón gaí fyrirheit um, en þó var mér ofar í huga sá andlegi sigur, er það táknaði að sjá aftur bleikan akur, þar sem áður voru svartir sandar. Ég skildi, að það er ekki lengur ástæða til að horfa til sögualdarinnar með rómantíska þrá í brjósti. Fyrir stórhug og atgervi einnar kynslóðar er nú runnin upp ný gullöld.“ „Cullöld, já,“ anzaði Þráinn og skellti upp úr. „Þar hittir þú rétta orðið.“ Hann spratt á fætur og tók svipu sína. „Það er réttast að fara að hotta skjátunum af stað, áður en þær fara að leggjast.“ Þeir tóku hesta sína og ráku féð á götu. Það var nokkurt bil á milli þeirra, þar sem þeir riðu á eftir fénu, svo að ekki varð af frekara samtali í bráð. 19 TMM 289
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.