Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 57
Kalt stTÍfi Hreggviður tók eftir því, að reiðskjóti hans hafði stigið í tauminn, svo að hann stóð upp til að losa hann. Þráinn stóð einnig upp, skimaði til fjárins og sagði, að ekki væri ástæða til að doka lengur, féð færi sýnilega hið bezta með sig. Þeir stigu því á bak og riðu greitt heimleiðis. Hreggviður svaf fram eftir morgni, en síðan fylgdi Þráinn honum á hestum út að Bugkoti í veg fyrir mjólkurhílinn. Hreggviði varð ekkert meint af norðurferðinni, nema hvað hann var í þreyttara lagi, eftir að hann kom heim. Missvefn og langar bílferðir áttu sinn þátt í því, en aðalorsökin var þó það rót, sem heimsóknin til átthaganna hafði komið á hug hans. Þessi upprifjun gamalla kynna veitti honum að einu leyt- inu djúpa fró, en á hinn bóginn var eins og hann hefði verið hristur harka- lega upp úr vanasljóleika. Heimsókn hans að Kamhi og samræður hans við Þráin, æskuvin hans, höfðu kveikt óróleika í sál hans, sem ekki dvínaði, þegar frá leið, heldur fremur hið gagnstæða. Ekki var það vegna þess, að ræða Þráins hefði verið honum sérlega mikil nýjung. Flest sem vinur hans sagði, hafði hann heyrt áður í ótal tilbrigðum, og hann var á því, að ef Þrá- inn hefði komið í heimsókn til hans suður fyrir svo sem einu ári og lesið hon- um lesturinn í stofunni hjá honum, þá hefði það naumast megnað að raska sálarró hans til lengdar. En á þessum stað og þessari stundu voru skilningar- vit hans, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu sagt, miklu næmari en ella, og vandamál, sem hann hafði löngu lagt á hilluna óvandlega afgreidd, urðu honum nú allt í einu að brennandi sáluhj álparatriði. Það nærði og óróleika hans, að þau þjóðarvandamál, sem Þráinn hafði verið svo bölsýnn um, voru daglega til umræðu á opinberum vettvangi og að deilur um þau fóru harðn- andi. Vaxandi horfur voru á, að örlagaríkar ákvarðanir yrðu teknar innan skamms. Mót vana sínum var Hreggviður áður en varði farinn að fylgjast með deilunum af brennandi áhuga og jafnvel að gera sér ferðir til málsmet- andi manna, sem hann þekkti, til að heyra álit þeirra. Víst var honum Ijóst, að sú áreynsla, sem þetta amstur olli honum, mundi fremur flýta fyrir því en hitt, að líkamskraftar hans fjöruðu út. Þó tók hann ekki það ráð að bægja frá sér áhyggjunum og láta allt lönd og leið nema þann ærna vanda einan, sem ekki varð umflúinn. Hann hélt ótrauður áfram að fylgjast með framvindu þjóðmálanna frá degi til dags og rannsakaði af fullri einurð þær spurningar, sem á hann leituðu um sjálfan hann, mat hans á samtíð sinni og þann hlut 295
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.