Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Side 59
Kalt strí'ð eigið glas hellti hann þó pilsner í stað viskís. Að því búnu bauð hann gesti sína velkomna. Hann sagði, að eins og þau vissu, hefði hann ekki gert mikið að því að halda veizlur um dagana, en sig hefði nú samt langað til að bregða venju í þetta sinn og hafa þau öll hjá sér eina kvöldstund. Nú væri merkum áfanga náð, því að lokið væri smíði hinnar nýju hæðar í húsinu, enda tími til kominn, að þessari hússmíð lyki, því að ef sig minnti rétt, væri nú nær tuttugu ár síðan hún hófst. Hann mundi ekki reisa fleiri hús. Hann kvaðst óska, að gestirnir mættu una sér vel þessa kvöldstund, og þeirri ósk til áherzlu vildi hann mega lyfta glasinu, bað jafnframt afsökunar á, hve daufur drykk- urinn væri í sínu glasi, hann hefði aldrei lærl að meta hinar sterku veigar. „Þar hefur þú farið mikils á mis, vinur,“ gall mágurinn við og drakk væn- an teyg úr glasi sínu sæll á svipinn. Tengdasonurinn skálaði við Hreggvið og sagði um leið og hann setti frá sér glasið: „Ég óska þér til hamingju, Hreggviður. Þú ert búinn að skila góðu dags- verki, koma upp mannvænlegum börnum og byggja myndarlegt hús, sem þú átt nú skuldlaust að kalla. Nú getur þú farið að slaka á og eiga áhyggjulausa daga.“ „Sá sem hefur reist sitt hús,“ sagði Jarl glottuleitur, „hefur lokið ætlunar- verki sínu í þessu lífi.“ Valur þóttist finna hrodd í þessari athugasemd og var skjótur til svars: ,.Ætli það sé fjarri sanni. í köldu landi er fátt mikilvægara en að eiga jjak yfir höfuðið. Og mundu menn verja lífinu skynsamlegar á annan hátt en þann að reyna að skapa einhver verðmæti? Fyrir atorku manna eins og Hreggviðs eru íslendingar nú líklega búnir að liýsa land sitt betur en nokkur önnur þjóð, allt á einum mannsaldri.“ Jarl: „Og hvað margir þessara ágætu manna liggja dauðir undir veggjum þeirra húsa, sem þeir voru að stritast við að koma upp af engum efnum, píndir af okrurum á alla vegu! Ég segi það rétt eins og ég meina: mér finnsl vinur minn Hreggviður hefði getað varið kröftum sínum á einhvern ánægju- legri hátt en þennan. Ég þekki vel, hvað hann hefur oft orðið að ganga nærri sér, fara á eyrina, þegar hann var búinn með skyldustörfin, vinna eftirvinnu, næturvinnu, helgidagavinnu. Ég dáist mest að þvi, að hann skuli standa enn uppi. En billegir gullhamrar finnst mér ekki eiga við.“ Jarl fékk sér vænan sopa úr glasinu og bætti síðan við: „Og hver verður svo útkoman, þegar maður ber ykkur tvo saman? A ör- skömmum tíma ert þú búinn að reisa helmingi stærra hús en Hreggviður. Og 297
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.