Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Side 61
Kalt stríð Gætum Hólmans. Vofi valur vígskyggn yfir storð og hlé. Enginn fjörður, enginn dalur auga hauksins gleymdur sé. Vakið, vakið, hrund og halur, lieilög geymið íslands vé. Kæru vinir. Nú er ég kominn að því, sem að öðrum þræði er tilefni þess, að ég kallaði ykkur hingað í kvöld. Ég ætla að skýra ykkur frá þeirri ákvörð- un, sem ég hef tekið, svo að þið fréttið ekki um hana utan að ykkur. Ég hef ákveðið að bæta ofurlítið — sýna lit á að bæta — fyrir andvaraleysi sjálfs mín á langri ævi með því að gefa reitur mínar til þess, að almenningur um land allt megi verða varaður við þeim háska, sem nú er verið að stefna þjóð- inni í. í því skyni var ég að ganga frá sölu á þessu húsi í dag. Þetta vildi ég segja ykkur.“ Hreggviður gekk í sæti sitt og saup á glasi sínu hinn rólegasti. Það sló þögn á gestina. Valur horfði í gaupnir sér með innilegum óheitar- svip á sællegu andlitinu, eins og hann hefði slvsazt til að verða vitni að ein- hverju ógeðfelldu. Hann varð þó fyrstur til að rjúfa þögnina: „Þú segir tíðindi, Hreggviður. Auðvitað ræður þú gerðum þínum og ráð- stafar eigum þínum. Ef þessi ráðabreytni verður þér til fróunar í einhverjum andlegum erfiðleikum, þá er hún kannski skynsamleg.“ „Hvar ætlar þú svo að húa, pahbi minn?“ spurði dóttirin áhyggjufull. „Ég bý hér áfram, meðan ég þarf á að halda?“ anzaði Hreggviður fremur stuttur í spuna, því að hann fann greinilega andúðina, sem lá í loftinu. Reynir kom til liðs við föður sinn. Það var kominn litur í kinnarnar á honum af áfenginu, og augun ljómuðu glaðlega. „Mér líkar þetta ágætlega hjá þér, pabbi. Það er svo skemmtilegt að sjá einu sinni mann, sem vill eitthvað og er reiðubúinn að fóma einhverju fyrir það, sem hann vill. Auðvitað þykjast allir vilja þetta eða hitt, en meiningar þeirra eru langoftast ekki annað en véltilhúin fjöldaframleiðsla, sem þeir hafa gleypt eins og hvert annað dób. Ég á við, að það er svo hressandi að vita, að það sé þó til, að maður leggi það á sig að skapa sér sj álfum skoðun, taki afstöðu óháða tíðarandanum og vilji leggja eitthvað að veði fyrir þeirri afstöðu. Þakka þér fyrir, pabbi, mér líkar þetta vel.“ Nú átti Jarl einn eftir að láta uppi álit sitt á málinu. Hann saup á glasinu, 299
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.