Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Side 63
Kalt stríð
„liara sniðugt," sagði ungi máiarinn brosandi. „£n hvernig verkar þá nú-
tímatónlist á þig?“
J arl: „0, ekki get ég nú sagt, að hún beinlínis heilli mig. Hún er, ei nokk-
uð er, sýnu vitfirringslegri en ljóðin. Hlustirnar á manni kveinka sér undan
þessum ófögnuði. Mannseyrað er hreint og beint ekki skapað fyrir þennan
samsetning hljóða. betta er ónáttúrlegur samsetningur, andnáttúrlegur. í ár-
daga tónlistarinnar brugðu dýr merkurinnar á leik eftir hljóinfalli hjarð-
flautunnar. En nú mundu allar merar í Skagafirði fælast, ef þennan ósóma
legði í eyru þeirra. Og hvernig getur slík tónlist gegnt félagslegu ldutverki?
l-*ví að listin gegnir slíku hlutverki í reynd, hvort sem mönnum líkar betur
eða verr? Hugsum okkur, að tízkumanni í tónlist væri fengið það hlulverk að
semja þjóðsöng. Hver haldið þið, að útkoman yrði? Eg vildi að minnsta
kosti ekki vera á þeim samkomum, þar sein hann væri sunginn. Eða kannski
brúðkaupsmars. Nú, ég segi ekki, að það gæti ekki verkað' eins og notalegt
fyrirheit, að heyra hrothljóð í flösku. Eða sorgaróður. Haldið þið, að syrgj-
endur inundu finna inikla hugsvölun?“
Aftur fann Reynir köllun hjá sér til að halda uppi vörnum fyrir sína kyn-
slóð:
„Ég skal nú bara segja ykkur: Ég hef einmitt heyrt verk af þessu tagi. Tón-
skáldið var að minnast látins vinar. Og það hefði áreiðanlega ekki meitt
hlustirnar í neinum. Það voru bara nokkrir stakir flaututónar, á fáum nót-
um. Þessir sundurlausu tónar voru eins og umgerð um þögn. Eins og grannur
silfurrammi utan uin myrkur.“
„Betur að sumir málarar væru svo háttvísir,“ skaut Valur inn í.
Reynir skildi óðar, hvert sneiðinni var beint og brosti sínu hýra brosi
(lilátur kom aldrei yfir hans varir), um leið og hann virti inág sinn fyrir sér:
„Já, vel á minnzt, ég á málverk, sem ég þarf endilega að gefa þér, mágur.
Ég er viss um, að ég hef haft þig bak við eyrað í undirvitundinni, þegar ég
niálaði það. Bíddu andartak.“
Hann skundaði út úr stofunni og kom að vörmu spori aftur með litla
mynd í ramma. Það var blásvört klessa óregluleg að lögun. Utan til í henni
var hvítur hringur og innan í honum rauður depill.
„Sjáðu til, mágur,“ sagði hann. „Þessi mynd heitir Auga Alföður. Af því
að þú skilur alla hluti jarðlegum skilningi, á hún að minna þig á, að til er
líka nokkuð, sem kallast andleg spektin. Þú getur hengt hana upp í skrifstof-
unni hjá þér.“
Reyni var dillað, þegar hann afhenti listaverkið.
301