Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Side 84
Tímarit Máls og menningar
Mér er illa við upphitaðan mat, sagði Páll. Maður fær nábít af honum.
Aldrei að fleygja mat, sagði smiðurinn. Margur tæki feginshendi við leif-
um í heiminum.
J á, þeir eru víst margir, sagði Páll.
En meðan við höfum blessaðan sjóinn þurfum við ekki að kvarta, sagði
konan, en ég get ekki látið gamlar fiskleifar inn fyrir mínar varir.
Það er allt önnur Ella, sagði Páll.
Sjórinn getur gengið til þurrðar fyrr en varir.
Svo hefur maður heyrt. — Ætli það sé satt. Þú ættir ekki að kasta mat,
væna mín.
Aldrei trúi ég slíku. Hvað geta fiskarnir átt mörg seiði.
Margar þúsundir, flýtti Nonni sér að svara.
Það er gott að hafa Nonna, hann veit bókstaflega svör við öllum sköpuðum
hlutum.
Nonni er mikið góður, muldraði Páll. — Og hvað gera þeir í hókinni.
Þeir eru komnir inn í borgina á flótta, sem hindarkálfar.
Ekki munar um minna.
Þelta er mín uppáhaldsbók, sagði smiðurinn, ég get lesið hana endalaust.
Ég kann hana utanað og alltaf finnst mér hún jafnmerkileg heimild um
fólkið.
Er það meiningin. Ég á erfitt með nöfnin, en hann er mikið skáld meðan
hann heldur sér við efnið.
Ég fer bara að verða forvitin, þegar þið talið svona merkilega um verkið.
Góði Nonni minn, láttu okkur heyra, bað konan. Ég get aldrei samt fyrirgefið
honum að segja, að hendurnar á henni voru eins og pækilsaltað kjöt, en vera
samt verkalýðssinni.
Laxness er mikill maður engu að síður, — en hann er óprúttinn.
I heiminum eru til fleiri menn en hann, sagði Nonni.
Enginn ber á móti því, svaraði smiðurinn hæðnislega.
Vitleysa er þetta í þér, strákur, sagði Páll. Þú átt að hlusta þegar eldri
menn tala. Hver veit nema hann eigi eftir að koma þér í vinnu við smíðar
með sér. Nóg ertu laginn.
Þeir höfðu lokið máltíðinni og rumdu mikið. Páll dróst upp af stólnum
og lagðist endilangur á gólfið.
Gólfið er mikið gott fyrir hakið, sagði smiðurinn, ég leggst alltaf í það
eftir matinn.
322