Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 92
Jökull Jakobsson
Knall
Leikþáttur
Gerist í stórum samkomusal. Auð'ir stólar. Einn maður situr á stól og horfir
í gaupnir sér. Annar maður kemur inn. Horfir lengi á hinn manninn; segir
síðan:
Pabbi át flugur. — Át hann hvað? — Flugur. Vitleysa? Ovíst át hann flugur.
Át flugur. Ég horfði á hann éta flugur. Ég sver það — upp á æru og trú.
Ég var fjögra ára. Smápatti. Heila hrúgu af flugum.
Ég horfði á hann tína þær upp úr gluggakistunni, hverja af annarri —
framan í mömmu, framan í mömmu — bara til að stríða henni. Hún grét —
og þá hló hann — hló og bruddi — hehe,
þetta var mín fyrsta — fyrsta hehe — bernskuminning. Já. Bernskuminn-
ing — he, fallegt orð.
Já.
Ég átti bernsku. Það held ég nú. Hehe. Eins og allir aðrir.
Þú ert kannski hissa á þessu með flugumar? Ha?
Hún var ekki húsleg hún mamma, aumingja mamma. Grauturinn brann
við hjá henni og hún brenndi gat á sparibuxurnar hans pabba og hún fór
kannski á innisloppnum út í bakarí. Oft? Ne — bara einu sinni.
Hún spilaði á gítar
— já, það gat hún, spilað á gítar fyrir okkur krakkana og sagði okkur
sögur — af Hans og Grétu og Mjallhvíti og dvergunum sjö og úlfinum og
Rauðhettu, ha? Þú kannast við þær? Þú ert nýr hérna? Já, nú fer samkoman
að byrja.
Þögn. Hann tekur upp vasaúr.
Hún átti að byrja klukkan átta. Og enginn kominn. Nema þú. Og klukkan
farin að ganga níu. Svona er þetta hérna. Þú átt eftir að kynnast því. Og
maðurinn ekki kominn heldur — maðurinn sem á að tala ... eða kannski
á að vera bíó. Nei, sennilega á einhver að tala. Það væru allir komnir ef ætti
að vera bíó. Hér horfa allir á bíó. Það er annan hvern laugardag. Þegar ein-
hver á að tala, þá kemur enginn. Þú átt eftir að kynnast því.
Síðast höfðum við mann frá KFUM. Hann talaði um dyggðina. Hehe,
330