Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 94
Tímarit Máls og menningar
mínu, ég hef staflað undir rúmið, meira að segja er kassi undir koddanum
mínum — hvað á að gera? Þetta er viðkvæmt mál. Gamla konan gerir þetta
í hestu meiningu, þetta er einstæðingur og hefur ekki nema ellistyrkinn sinn
— hvað skyldi hún segja ef ég segði allt í einu að mér fyndist vont kon-
fekt, ha?
Nei, þetta er viðkvæmt mál.
Konfekt.
Ég hef ekki brjóst í mér til að segja henni það. En stundum tæma þeir
hjá mér skápinn — þegar allt er orðið yfirfullt — og hreinsa undan rúminu.
— Sólskríkjan já. Og snjótitlingurinn. He ...
Gamla konan er heilsuhraust — og ekki nema sextug. Hún gæti orðið átt-
ræð. Jafnvel níræð. Hehe.
Kannski þú viljir þiggja konfekt hjá mér, ha? Úr því þú ert nýr hér.
Minntu mig á það á eftir. Þegar hann er búinn að tala. Nú hlýtur hann að
fara að koma. Klukkan langt gengin níu. Og enginn kominn til að hlusta.
Svona er þetta hér.
Hehe.
Fólk er svo áhugalaust. — Ahugalaust. — Það var rétta orðið. Ef það á
völ á einhverju fræðandi, ha. Svona er þetta. Skrítið, finnst þér ekki. Eins og
þessi sem talaði um dyggðina. Við vorum bara fimm — eða sex .. . ég man
það ekki. En hefði hann sagt klámsögu. Ha? Hehehe! Hu — huuuu — það
var einu sinni náungi hérna — það var nú karl í krapinu skal ég segja þér
— lét allt flakka, biddu fyrir þér — veistu hvað hann sagði við eina kelling-
una sem kom að heimsækja hann? Hehehe! Þú getur ekki ímyndað þér hvað
hann sagði! Tíhíhíhí!!! Hún blóðroðnaði — stóð upp og fór, hehe, hún
var að færa okkur jólaskraut sem hún hafði búið til sjálf, hihi, stóð upp og
fór. Og hún kom ekki aftur. Hehe, það var önnur sem kom næst.
Já. Þessi náungi — hann var nú ekkert blávatn — einhverstaðar að austan
held ég. Karl í krapinu skal ég segja þér.
Ekki veit ég hvað varð af honum . ..
... einn morguninn var hann farinn ...
Það var áður en við fórum á fætur.
Andrés á löppinni fékk sætið hans. Þeir vildu fleiri fá sætið hans — það
var í horninu við ofninn, skilurðu. En Andrés á löppinni var látinn í sætið
hans.
Það gerði gigtin sko.
332