Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 109
skammsýnna alhæfinga. Hinn raun-
verulegi máttur skæruherja er ekki
fólginn í hæfileikum þeirra til að
breyta sjálfum sér í reglulega heri
sem geti sigrað aðra reglulega heri,
heldur er hann fólginn í pólitískum
styrkleika þeirra. Endanlegt fráhvarf
alþýðu getur leitt til hruns stjórnar-
valda. Oft er undanfari þess almennt
liðhlaup stjórnarhersveita yfir í
skæruherinn. Mikilvægur hernaðar-
sigur skæruliðanna afhjúpar þá hrun-
ið. Uppreisnarher Fidels Castrós tók
ekki Havana; þegar hann hafði sann-
að að hann gæti ekki aðeins haldið
Sierra Maestra, heldur einnig hertek-
ið Santiago, þá var úti um stjórnar-
kerfi Batista.
Erlendar hernámssveitir eru senni-
lega ekki eins uppnæmar og duglaus-
ar. Samt er líka hægt að sannfæra
þær um að þær heyi stríð sem þær
geti ekki unnið, og að þær verði að
borga hin stopulu ítök sín óhóflega
dýru verði. Sú ákvörðun að stöðva
þennan dýra leik er sjálfsagt auð-
mýkjandi, og alltaf má finna gildar
ástæður til að skjóta henni á frest, af
því að það er sjaldgæft að hinn er-
lendi her bíði úrslitaósigur, þó ekki
sé nema í takmörkuðum hernaðarað-
gerðum eins og í Dien Bien Phu.
Bandaríkjamenn eru enn í Saigon og
drekka þar bourbonið sitt í friði að
því er virðist, nema hvað stundum
springur ein og ein sprengja í kaffi-
húsi. Sveitir þeirra virðast geta ferð-
AfljrœSi skœruhernaSar og Víetnam
azt um landið eins og þeim sýnist,
og þeir missa ekki miklu fleiri menn
en í bílslysum heimafyrir. Flugvélar
þeirra varpa sprengjum þar sem þeim
þóknast, og enn er einhver til sem
hægt er að kalla forsætisráðherra
„frjáls“ Víetnams, þó erfitt sé að sjá
fyrir hver hann verður eftir nokkra
daga.
Þannig er alltaf hægt að halda því
fram að svolítið meira átak muni ríða
baggamuninn: fleiri hermenn, fleiri
sprengj ur, meiri fjöldamorð og pynd-
ingar, fleiri sveitir „félagslegra ráðu-
nauta“. Saga Alsírstríðsins er forspá
um Víetnam að þessu leyti. Þegar því
lauk var hálf milljón hermanna í Al-
sír (miðað við níu milljónir alsírskra
íbúa gerir það einn hermann á móti
átján íbúum, þó ekki sé tekið tillit til
landnemanna sem voru á bandi
Frakka), og herinn heimtaði enn
meira, þar á meðal endalok franska
lýðveldisins.
í slíkum kringumstæðum er erfitt
að skera niður tapið, en þar kann að
koma að ekki er vit í neinu öðru.
Sumar ríkisstj órnir eru fljótari til en
aðrar. Bretar hörfuðu úr írlandi og
fsrael all-löngu áður en þeim var orð-
ið þar óvært. Frakkar þráuðust við
í Víetnam í níu ár og í Alsír í sjö ár,
en fóru að lokum. Og hvers er völ
annars? Staðbundnar skæruaðgerðir
fyrri tíma var hægt að einangra og
halda í skefjum með ýmsum tiltölu-
lega ódýrum brögðum, sem höfðu lit-
347