Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 111
þetta hæli (Túnis) og landamærun-
um lokað. Okkur var sagt að allt
kæmist í lag ef aðeins tækist að útmá
uppreisnarmiðstöð Múhameðstrúar-
manna í Kaíró. Frakkar fóru því í
stríð við Egyptaland. Undir lokin var
okkur sagt að það gæti svosem verið
til eitthvert fólk sem vildi losna við
Frakka, en úr því að Þj óðfrelsisfylk-
ingin var auðsjáanlega ekki fulltrúi
alsírsku þjóðarinnar, en aðeins klíka
erlendra undirróðursmanna, væri ó-
verjandi fyrir Alsírmönnum að semja
við hana. Okkur var sagt frá þjóða-
brotum sem þyrfti að vernda fyrir
ógnarstjórn. Þó var okkur aldrei sagt
að Frakkar mundu nota kjarnorku-
vopn ef þörf krefði, því þeir áttu þá
engin slík vopn. Hver var árangur-
inn? Alsír er nú stjórnað af Þjóð-
frelsishreyfingunni.
Ætlazt er til að sjálfsblekkingarn-
ar verði að veruleika fyrir tilstilli
ógna og skelfinga — sem bitna eðli-
lega einkum á óbreyttum borgurum.
Hræddir hermenn og óöruggir vegna
þess að í svona stríði getur hver mað-
ur verið óvinahermaður, heita gamal-
kunnum ógnaraðgerðum gegn venju-
legum borgurum, en þær ná hámarki
í hinum illræmdu fjöldarefsingum, —
í útþurrkun þorpa eins og Lidice og
Oradour í tíð nazista. Greindir gagn-
skæruhermenn eru andvígir þessu,
vegna þess að það getur gert alla íbú-
ana að óvinum. Eigi að síður munu
slíkar ógnaraðgerðir og refsingar
Afllrœði skœruhernaðar og Víetnam
eiga sér stað. Ennfremur verður um
að ræða hið kerfisbundna val fanga
til pyndinga til að afla upplýsinga.
Fyrrum kunna slikar pyndingar að
hafa verið takmarkaðar nokkuð af
siðferðissökum, en sú tíð er liðin. í
rauninni höfum við týnt svo rækilega
niður einföldustu viðbrögðum mann-
úðarinnar að við tökum myndir af
pyndurunum og fórnarlömbum þeirra
og hirtum þær í blöðunum.
Önnur tegund ógnaraðgerða er
raunar grundvöllur nútímahernaðar,
sem hefur óbreytta borgara að skot-
marki fremur en hermennina. (Eng-
inn hefði farið að framleiða atóm-
vopn í öðru skyni.) Samkvæmt við-
urkenndum hernaðarreglum er til-
gangur gereyðingarárása sá að eyði-
leggja siðferðisþrek þjóðar og ríkis-
stjórnar, og sundra þeim grundvelli
iðnaðar og stjórnskipunar sem nú-
límahernaður byggist á. Hvorugt er
eins auðvelt í skærustríði af því að
þar eru varla neinar borgir, verk-
smiðjur, samgönguleiðir eða önnur
mannvirki sem hægt er að eyðileggja,
og þar er ekkert sem líkist hinni við-
kvæmu stjórnunarmiðstöð nútímalegs
ríkis. Á hinn bóginn getur hóflegri
árangur komið að nokkru gagni. Ef
tekst að knýja þó ekki sé nema eitt
hérað með ógnaraðgerðum til að
svipta skæruliðana aðstoð sinni, og
hrekja þá þannig í burt, þá er það
töluverður sigur fyrir gagnskæru-
herinn. Þessvegna er sú freisting að
349