Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Síða 118
Tímarit Máls og menningar hvernig Papar hafi komizt til lands- ins, þá er langeðlilegast að álykta, að þeir hafi siglt hingað skipum, líkum farkostum og Ásólfur alskik og fé- lagar hans. Ef við vendum nú okkar kvæði í kross og lítum til Englands um eða skömmu eftir að Ketill hængur á að nema hér land, þá ber þar Óttar nokkurn af Hálogalandi til hirðar Elfráðs ríka. Óttar var landkönnuð- ur, mikill farmaður og hlýtur að hafa verið mjög kunnugur í kauphöfnum Noregs. Hann gefur Elfráði greina- góða og allnákvæma skýrslu um Iandaskipan á Norðurlöndum. Ekki kann hann þar að nefna ísland, held- ur segir íraland liggja nyrzt í hafi vestur af Noregi. Eftir öllum sólar- merkjum að dæma er hér um ísland að ræða. Það hefur hlotið ýmis nöfn í árdaga. Sum þeirra eru alþekkt eins og Thule og Garðarshólmur, sem skráð eru á alláreiðanlegar heimild- ir, en vafasamari bæta við nafninu Snæland. Skýrsla Óttars hefur ávallt verið talin mjög áreiðanleg, en hún gefur því nafnið íraland. Þannig eru málavextir, hvort sem mönnum fellur það betur eða verr. Það teljast ekki sæmandi vinnubrögð á vorum dög- um að stinga heimildum undir stól, af því að mönnum geðjast ekki að þeim. Óttar virðist hafa haft þær fregnir helztar af landi okkar, að hér byggi írskt fólk eða írum væri kunn- ara um landið öðrum fremur, en þar með er ekki sagt, að þeir hafi haft hér langar setur fyrir landnámstíð. Englavœngir og kýrhúðir Af frásögn Ara fróða hafa menn dregið þá ályktun og staðið á henni fastar en fótunum, að hér hafi búið einkynja þjóð, karlar einir, áður en Hallveig Fróðadóttir og stöllur henn- ar komu út hingað. Eindregnustu íra- glóparnir virðast jafnvel gera ráð fyrir, að við íslendingar séum komn- ir af einsetumönnum. Þessir karlar eiga að hafa riðið á kýrhúðum yfir Atlantshaf með guðhræðslu eina fyr- ir radar, reiða, veganesti og segl- festu, og lögðu þeir á sig volkið af einskærri ást á Kristi og ótta við tál- beitur, sem Satan lagði fyrir þá í gervi rauðhærðra kvenna heima á ír- landi. Það er litlu fráleitara að trúa því, að frumbyggjar íslands hafi komið blaðskellandi á englavængjum utan úr himingeimnum en kýrhúðar- flatbytnum sunnan af Bretlandseyj- um, líkum þeim, sem enn tíðkast á írlandi og nefnast curraghar, enda er enginn fótur fyrir slíkum ferðalögum í fornum ritum öðrum en hreinum helgisögum. Það er að vísu rétt, að í fornum heimildum er oft getið um skinnbáta, curragha, misjafna að stærð, sem Bretar hinir fornu notuðu til sjóferða milli eyja og jafnvel til meginlands Evrópu. Þegar Kesar gamli var að stríða á Bretlandi nokkru fyrir Kristsburð, lærði hann 356
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.