Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Qupperneq 127
Umsagnir um bækur
Sólir dauðans og Iífsins
Grískar bókmenntir úr fornri tíð eru yfir-
leitt taldar með því merkasta sem Evrópu-
fólk hefur skapað, og sumir vilja jafnvel
rekja þángað helztu þræðina að því sem
nú er kallað vestræn menning. Einsog að
líkum lætur hafa þessar gömlu bækur
Grikkja orðið nokkuð kunnar hinum sí-
skrifandi Islendíngum, sumt jafnvel þvtt á
íslenzku og munu þar líklega frægastar
Hómersþýðingar Sveinhjarnar Egilssonar.
Færri sögunt hefur farið af grískum bók-
um frá síðari öldum og ekki laust við að
sumir væru farnir að telja þjóð þessa orðna
óskrifandi, eða því sem næst.
Þá gerist það fyrir nokkrum árum að
grískur skáldsagnahöfundur, Kazantzakis
að nafni, er orðaður við Nóbelsverðlaun,
en dó áðuren komst í verk að veita honum
þau. Og ekki er Kazantzakis fyrr látinn en
grískt ljóðskáld hlýtur verðlaunin. Grikkir
eru þá eftir allt saman enn að skrifa.
Eftir Kazantzakis hafa, að óg veit, verið
þýddar á íslenzku tvær skáldsögur, snilld-
arverk báðar. Og á síðasta ári kom út hér
skáldsaga eftir annan samtímamann grísk-
an, Pandelis Prevelakis.1
Saga þessi gerist á eyjunni Krít, en það-
an eru reyndar báðir þeir sagnahöfundar
sem áður voru nefndir. Aðalpersónan er
únglíngsdreingur í litlu þorpi, foreldra-
laus en til heimilis hjá frænku sinni, svo
1 Pandelis Prevelakis: Sól dauðans,
skáldsaga. Sigurður A. Magnússon þýddi.
f safoldarprentsmiðja hf. 1964. 241. hls.
merkilegri konu að hún setur allt þorpið í
uppnám og hættir jafnvel lífi sínu til að
kveða niður frumstæða siði og venjur.
Baksvið sögunar er styrjöld og blóð-
hefndir. Villimannlegt og frumstætt misk-
unnarleysi og fákænska annarsvegar, en
hinsvegar mildi, hetjuskapur og sú einlæga
óbóklærða vizka, sem ein fær unnið bug á
frumstæðri heimsku fornra lögmála.
Þessi öfl togast mjög á í bókinni, spenn-
an er lituð af þjóðsagnakenndri ljóðrænu
og nöktum dramatískum veruleika.
í sjálfu sviðsljósi sögunnar er alþýðlegt
dagfar sveitaþorpsins á eyjunni. Við kynn-
umst þar grónum siðum og trú, lífsviðhorf-
um og verklagi, og í sögulok bjarmar af
nýrri sól. Sól hins nýja tíma er útrýmir
hindurvitnum og stöðnuðum lífsháttum. Sól
lífsins mun útrýma hinni gömlu sól dauð-
ans.
Sigurður A. Magnússon hefur þýtt bók-
ina úr frummálinu. Að öðru jöfnu er vís
tryggíng í því að bók skuli berast okkur
svo skamman veg, í stað þess að flækjast
milli þjóðtúngna sem of algeingt er um
góðar bækur.
Mér er því miður ekki fært að hera þýð-
ínguna saman við frumtextann, þarsem ég
kann ekkert í grfsku máli, en snjall má
Prevelakis vera hafi mikið glatazt í þýðíng-
unni.
Að vísu finnst mér sagan nokkuð daufari
framanaf, hvort sem það er þýðarans eða
höfundarins, og fyrir korna smáatriði, sem
ég er ekki sáttur við. Eg nefni þar til orðið
uppáferðartími, sem þýðari notar yfir það
365