Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 129
þá aftur. Á banabeði gaf hann flestöllum skuldunautum sínum upp það sem hann átti hjá þeirri, enda hafði hann loks fengið sæmileg laun síðustu árin sem hann lifði. I bréfunum til Jóns koma víða fram áhyggj- ur hans af fjármálum, og þó einkum ótti hans að honum muni ekki endast ævin til að greiða skuldir sínar. En einna mestur fróðleikur er í bréfun- um um afstöðu Brynjólfs til íslenzkra stjórnmála í víðasta skilningi. Ódrepandi áhugi hans og framfaraviðleitni kemur skýrt í ljós, þrátt fyrir mikið annríki og lélega heilsu. Nokkur keppni var með þeim Jóni Sigurðssyni framan af um for- ustu í þessum málum; Brynjólfur segir reyndar að markmið þeirra sé hið sama, en þykir Jón nokkuð ráðríkur: „jeg hef aldrei borið móti því að hann sje ekki góður flokksforingi, þó jeg segi hann gjöri of mikið til að vera flokksforingi", segir hann í bréfi til Jóns bróður síns 1844. Brynjólfur ætlaði sér að komast á þing þegar Alþingi var endurreist; hann bað hvað eftir annað Jón bróður sinn að ánafna sér tíu jarðarhundruðum svo að hann kæmist á kjörskrá. Ur þessu varð þó ekki, að því er virðist fyrir seinlæti Jóns. Upp úr því sótti Brynjólfur ekki fast að verða þingmaður, enda var ekki um það að ræða eftir að hann var orðinn forstöðumaður íslenzku stjórnardeildarinnar. Hann var hinsvegar ófeiminn að benda á veilurnar hjá íslenzkum alþingismönnum á fyrstu þingunum. Hann skrifar Pétri bróður sín- um 1849: „þó er vankunnáttan hjá löndum okkar miklu verri en ófrelsisandinn. Jeg hef enn aldrei á alþingi sjeð nokkurn mann koma fram, sem hugsar skarpt“. Svipuð ummæli koma fram í öðrum bréf- um; þetta er ekki lærdómshroki, lieldur eru ummælin rökstudd af glöggskyggni og þekkingu. Það er og verður sífellt undrunarefni Umsagnir um bcekur hvílíkur kraftur og lífsþróttur bjó í þess- um ungu íslendingum sem voru að alast upp í Kaupmannahöfn á áratugunum eftir 1830. Aðstæður þeirra voru ekki þvílíkar að þeir væru líklegir til forustu í stjórn- málum og menningarmálum íslendinga. Þeir voru allir félitlir, sumir bláfátækir, flestir stórskuldugir, margir heilsutæpir, og enginn þeirra átti öfluga bakhjarla. En þeir áttu þá trú á land sitt og þjóð sem flytur fjöll, og það gerði gæfumuninn. Þessi bréf eru enn einn vitnisburður um þá merkilegu kynslóð, erfiðleika hennar og baráttu. Þau eru hollur lestur og mætti vera lærdómsríkur þeirri kynslóð sem situr að kjötkötlum velferðarríkisins. Útgáfa bréfanna er gerð af vandvirkni. Þau eru prentuð með óbreyttri stafsetn- ingu Brynjólfs, svo sem eðlilegt er og sjáifsagt. Skýringar eru stuttorðar, en ná þó til þess mikilvægasta af einstökum at- riðum bréfanna. Hinsvegar er þeim of þröngur stakkur skorinn til þess að gera grein fyrir stjórnmálaferli Brynjólfs, enda verður það ekki gert til hlítar nema í stærra riti. J. B. Deiluefni í norsk-íslcnzkri sögn Norrænu félögin hafa nú á þessu ári gefið út bók eftir norska fræðimanninn Hallvard Mageröy. Fjallar hún um deiluatriði í norsk-íslenzkri sögu og er þriðja ritið í bókaflokki, sem ofannefnd félög hafa gefið út sem deiluefni í sögu Norðurlandaþjóða.1 Ritið snýst aðallega um þjóðerni landnáms- manna á íslandi hvort þeir hafi verið Norð- menn eða þjóðemi þeirra hafi verið eitt- hvert annað, þótt frá Noregi kæmu, eða 1 Omstridte Spörsmál i Nordens Historie III. Norsk-islandske problem av Hallvard Mageröy. Universitetsforlaget 1965, 114 bls. 367
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.