Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 66
Tímarit Máls og menningar Form, vilji og andi Það er því ekki einhver söguheimspeki sem birtist í samfélagssýn Balzacs, heldur öllu fremur mannskilningur hans, hráefnið sem hann hefur til að smíða úr karaktera, vörumerki sérhvers skáldsagnahöfundar. Blaðamenn og listamenn eru andinn, sem einn sér og stefnulaus er auðveld bráð slunginna samsærismanna. Fjárplógsmennirnir, frá bókabraskaranum Dauriat til Cointet, eru fulltrúar viljans, sem andlaus og formlaus er hreinræktað eyð- ingarafl. En veruháttur aðalsins er formið, sem án vilja og anda er þó ekki nema skrípamynd sannrar menningar. Um það síðastnefnda er aðallinn í Angouléme einkar gott dæmi, því þar geta meira að segja verstu kjánar einsog herra de Bargeton, borið af í krafti þess að hafa fullkomið vald á forminu. Skapgerð persóna sinna býr Balzac til úr mismunandi hlutföllum þessara höfuðþátta og manngildishugsjón hans er jafngildur samruni þeirra: maður, þar sem form, vilji og andi eru í fullkomnu jafnvægi. En þá er ekki átt við þjóðfélagslegan samruna, því Balzac var ekki fylgjandi neins konar jafnrétt- isþjóðfélagi, heldur einstaklingsbundinn — í þeim skilningi að sérhver stétt nyti góðs af því að hafa menn í sínum röðum sem sameinuðu anda, vilja og form. Hverjum þjóðfélagshópanna er í bókinni ætlað afmarkað svið. Angou- léme er í upphafi svo lýst að í hæðunum hafi búið aðallinn og valdið, en niðri við ána verslunin og peningarnir (bls. 57). Og það getur ekki hver sem er farið yfir landamærin: Lucien getur það vegna þess að aðallinn hefur gaman af skáldum í samkvæmisleikjum sínum, og Cointet líka í krafti fjárráða, en David til dæmis fengi aldrei vegabréfsáritun. Sama er uppi á teningnum í París. Meðan Lucien ber ekki aðalstign eða hefur ekki öðlast nafn með einhverjum hætti, er hann einfaldlega ekki til í augum aðalsins þar. Og sá hópur efnismanna sem d’Arthez hefur safnað í kringum sig er þjóð- félagslega áhrifalaus, siðferðilegur styrkur hans felst einmitt í því að með- limirnir rækta garðinn sinn og keppast ekki líkt og Lucien við að klífa þjóð- félagsstigann. Þetta er lykilatriði: Hver samfélagshópur á sitt afmarkaða athafnasvið með sínum eigin siðareglum og meðlimir hópsins ættu að halda sér innan þess.5 Lesendur á tímum Balzacs voru alvanir því að sögumaður sæti á ólympstindi og felldi dóma um viðburði sögunnar og persónur sínar einsog hann lysti. Og lesandi Brostinna vona fer ekki varhluta af vandlætingu höfundar þegar þjóðfélagsprílarar eiga í hlut. Þetta eru iðulega næsta hæpnir náungar sem einskis svífast, einsog vinnumaðurinn Cérizet, lögfræðingur- inn Petit-Claud og nokkrum sinnum er líka nefndur Eugene Rastignac, en 192
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.