Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 6

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 6
lendur og enn eiga undir högg að sækja. Ef eitthvað er, þá eru Söngvar Saíans heimssýn hins burtflutta. Þeir eru einmitt skrifaðir út frá þeirri reynslu af rótleysi, aðskilnaði og ummyndun (hægfara eða hraðri, sársaukafullri eða ánægjulegri) sem hinn burtflutti býr við, og þar er að mínu mati hægt að sjá myndhverfingu mannkyns alls. Sagan snýst um nokkrar persónur sem flestar eru breskir múslimir, eða sprottnar úr þeim jarðvegi, án þess að rækja mikið trú sína, og glíma einmitt við þau alvar- legu vandamál sem hafa komið upp á yfir- borðið í tengslum við bókina, vandamál blöndunar og einangrunar, vandann að sætta hið gamla og nýja. Þeir sem snúast nú ákafast gegn skáldsögunni eru þeirrar skoðunar að það muni óhjákvæmilega veikja og rústa þeirra eigin menningu ef hún blandist annarri. Ég er á öndverðum meiði. í Söngvum Satans er haldið á lofti merki blöndunar, óhreinleika, víxlverk- unar, þeirrar umbreytingar sem verður þegar manneskjur, menningarheildir, hugmyndir, stjórnmálastefnur, kvik- myndir og söngvar tengjast á nýjan og óvæntan hátt. Þar er blendingnum fagnað og látinn í ljós uggur um óbilgirni hins Hreina. Hrærigrautur, kássa, sittlítið af hverju, þannig verður nýjung til. Það er hið stórkostlega tækifæri sem viðamiklir fólksflutningar færa veröldinni, og ég hef reynt að grípa það. Söngvar Satans eru hlynntir því að eitthvað sé í deiglunni, að eitthvað sé á seyði. Þeir eru ástaróður til blendingseðlis okkar. I gegnum mannkynssöguna hafa postul- ar hreinleikans, þeir sem hafa talið sig geta útskýrt allt, leitt hörmungar yfir venjulegar, ráðvilltar manneskjur. Líkt og margar milljónir manna er ég bastarður sögunnar. Kannski erum við það öll, hvort sem við erum svört, brún eða hvít, og við flæðum inn í hvert annað, eins og ein sögupersóna mín sagði einhvern tíma, líkt og kryddtegundir þegar maður eldar. Glíma hreinleika og saurgunar, sem er líka glíma Robespierre og Dantons, glíma munksins og óstýriláta drengsins, glíma siðavendni og óknytta, þeirrar forheimsk- unar sem í þrælsóttanum býr og stráks- skapar, þessi glíma er ekki ný af nálinni; ég segi, megi hún halda áfram. Mann- eskjan skilur sjálfa sig og skapar sér fram- tíð með því deila og takast á og draga í efa og segja hið ósegjanlega; ekki með því að kikna í hnáliðunum, hvort heldur er fyrir guðum eða mönnum. Söngvar Satans eru vonandi verk sem í er róttækt andóf og efasemdir og nýsköp- un. En þeir eru ekki sú bók sem haldið hefur verið fram að hún sé, sú bók sem geymir „ekki annað en óþverra og dóna- skap og níð“ og hefur ýtt fólki út á göt- urnar út um allan heim. Sú bók er einfaldlega ekki til. Ég vil segja þetta við hina fjölmörgu venjulegu, heiðarlegu og sanngjörnu múslima, á borð við þá sem ég hef þekkt allt mitt líf, og hafa veitt mér mikið af innblæstrinum í verk mitt: að vera hafnað og hrakyrtur af, svo að segja, sínum eigin sögupersónum er áfall fyrir hvern rithöf- und. Mér er ljóst að margir múslimar hafa orðið fyrir áfalli líka. Kannski væri gagn- kvæm viðurkenning á því gagnkvæma áfalli spor í rétta átt. Reynum að treysta á góða trú hver annars. Ég geri mér grein fyrir að þarna er til mikils mælst. Það er búið að nota nóg af stóryrðum. Múslimar hafa verið kallaðir 4 TMM 1990:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.