Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 8
ins. Andæft er trúarlegri einangrunar- stefnu hindúa, þeirri tegund hryðjuverka- starfsemi sikha sem sprengir flugvélar, heimsku kristinnar sköpunarhyggju jafnt sem þröngsýnni viðhorfa Islams. En slíkt andóf er langt frá því að vera „dónaskapur og níð“. Ég hef enga trú á því að flestum þeirra múslima sem ég þekki sé það nokk- ur þyrnir í augum. Það sem er þeim þyrnir í augum eru staðhæfingar eins og þessar: „Rushdie kallar Múhammeð spámann homma“, „Rushdie segir að Múhammeð spámaður hafi beðið Guð leyfis að eðla sig með öll- um konum í heiminum", „Rushdie segir að eiginkonur spámannsins séu hórur“, „Rushdie kennir spámanninn við djöful“, „Rushdie kallar fylgismenn spámannsins úrþvætti og rœfla“, „Rushdie segir að all- ur Kóraninn sé verk Djöfulsins." Og svo framvegis. Ég varð agndofa af að fylgjast með flóði þvílíkra staðhæfinga og að sjá hvernig þær hafa öðlast sannleiksígildi í krafti endurtekningarinnar. Ég varð agndofa þegar ég komst að því að fólk, milljónir á milljónir ofan, væri tilbúið að dæma Söngva Satans og höfund þeirra, án þess að lesa bókina, án þess að grafast fyrir um hvaða mann þessi náungi hefði að geyma, á grundvelli aðdróttana sem þessara. Ég varð agndofa þegar ég komst að því að fólki er alveg sama um listina. Samt er eina leiðin til að skýra málin, eina leiðin fyrir mig til að reyna að setja þá skáldsögu sem ég skrifaði í raun og veru í stað þeirr- ar sem ekki er til, sú að segja ykkur sögu. Söngvar Satans er sagan um tvo menn sem eru hræðilega klofnir. Hvað annan þeira snertir, Saladin Chamcha, er klofn- ingurinn af jarðneskum og samfélagsleg- um toga: segja má að hann sé rifinn milli Bombay og London, Austur- og Vestur- landa. I hinum, Gibreel Farishta, er tví- drægnin andlegs eðlis, klofningur í sál- inni. Hann hefur glatað trúnni og tog- streita hans felst í því að hann hefur ákaf- lega sterka þörf fyrir að trúa en er ekki lengur fær um það. Sagan er „um“ það hvernig þeir kappkosta að verða heilir menn. Af hverju „Gibreel Farishta“ (Gabríel Engill)? Ekki til að ausa yfir hinn „raun- verulega" Gabríel Erkiengil „dónaskap og níði“. Gibreel er kvikmyndastjarna, og kvikmyndastjörnur svífa yfir okkur í myrkri, hátt yfir lifandi fólk hafnar, mitt á milli okkar og guðdómsins. Með því að gefa Gibreel nafn engils var hann gerður að jarðneskum samnefnara hálfguðdóm- legra engla. En eftir að hann missir trúna stafa allar hans hremmingar af nafninu. Chamcha lifir af. Hann verður heill með því að snúa aftur til uppruna síns og, það sem meira er, með því að horfast í augu við og læra að takast á við hin stóru sann- indi ástar og dauða. Gibreel ferst. Hann getur hvorki farið að tilbiðja Guð á nýjan leik, né látið jarðneska ást koma í staðinn. Að lokum sviptir hann sig lífi þegar hann getur ekki afborið sálarkvalirnar lengur. Mesta kvalræði hans birtist honum í draumum. I þessum draumum leikur hann hlutverk nafna síns, Erkiengilsins, og verður vitni að og tekur þátt í atburðarás ýmissa harmrænna frásagna sem fjalla um eðli og afleiðingar opinberunar og trúar. Það eru ekki bara efasemdir sem setja svip á þessa drauma. Trúlaus land- eigandi hefur horft upp á allt heimaþorp sitt og konu sína drukkna í Arabíuflóa eftir að hafa lotið leiðsögn s kyggnrar 6 TMM 1990:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.