Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 16
Og, og, og. Dacre lávarði leist vel á að ég yrði barinn í dimmu sundi. Rana Kabb- ani tilkynnti í sönnum stalínískum eld- móði að rithöfundar ættu að vera „ábyrg- ir“ gagnvart samfélaginu. Brian Clark (höfundur Er þetta ekki mitt líf?, svo hlá- lega sem það hljómar) sagðist styðja mig en skrifaði viðurstyggilegt leikrit sem enginn hefur fallist á að setja upp, sem betur fer, undir nafninu Hver drap Salman Rushdie?, og sendi mér það ef ske kynni að mig vantaði lesefni. Og í Bretlandi urðu menn vitni að því- líkri afskræmingu opinberrar umræðu að það er með ólíkindum. Látið var óátalið að hvatt væri til morðs á strætum landsins. (í Evrópu og Bandaríkjunum komu ríkis- stjómir með snarræði sínu í veg fyrir slík- ar áskoranir strax á frumstigi.) I sjón- varpsþáttum voru áhorfendur í sjónvarps- sal látnir segja álit sitt á því hvort ég ætti að lifa eða deyja með því að rétta upp hönd. Morð á manni (mér) varð að full- gildu efni í skoðanakannanir meðal þjóð- arinnar. Og smátt og smátt óx þeirri skoðun fiskur um hrygg, sem látin var í ljós af lýðskrumurum og biskupum, bók- stafstrúarmönnum og John le Carré, að ég vissi nákvœmlega hvað ég vœri að gera. Ég hlyti að hafa vitað hvað mundi gerast; því hefði ég gert þetta að yfirlögðu ráði, til að notfæra mér þá athygli sem fylgja mundi í kjölfarið. Þessi ásökun er nú orð- in talsvert útbreidd, og ég neyðist til að verja mig gegn henni líka. Mig langar til að varpa fram nokkrum spurningum: þegar Osip Mandelstam orti ljóð sitt gegn Stalín, „vissi hann hvað hann var að gera“ og verðskuldaði því líf- látið4 Þegar stúdentarnir söfnuðust saman áTorgi hins himneska friðartil að krefjast frelsis, voru þeir ekki líka, vísvitandi, að biðja um að uppreisnin yrði bæld niður með þeim grimmilega hætti sem raun varð á? Þegar Terry Waite var tekinn gísl, var hann ekki búinn að vera „að biðja um það“? Mér verður hugsað til Jodie Foster í Óskarsverðlaunahlutverki sínu í The Accused. Jafnvel þótt ég viðurkenndi (og það geri ég ekki) að það sem ég gerði í Söngvum Satans hafi verið bókmennta- leg samsvörun þess að dilla sér blygðun- arlaust frammi fyrir augum æstra karl- manna, mundi það réttlæta það að manni væri, ef svo má segja, nauðgað af hópi manna? Er nokkur ögrun sem réttlætir nauðgun? Við ættum ekki að láta ofbeldishótanir koma inn hjá okkur þeirri bábilju að fórn- arlömb ógnananna beri ábyrgð á því of- beldi sem hótað er. Ég geri mér samt ljóst að það er ekki nóg að svara með því að tala um hlutina. Það er heldur ekki nóg að benda á að ekkert í líkingu við þessa deilu hefur, svo ég viti, nokkurn tíma átt sér stað í bókmenntasögunni. Hefði ég sagt nokkrum áður en bók mín kom út að slíkir atburðir mundu fylgja í kjölfar hennar, hefði ég samstundis sannað að ásakanir um sjúklega sjálfsánægju ættu við rök að styðjast . . . Satt er það að sumir kaflar í Söngvum Satans hafa nú öðlast spádómseiginleika sem valda meira að segja mér skelfingu. „Guðlast þitt er ófyrirgefanlegt, Salm- an . . . Að þú tefldir fram þínum orðum gegn Orðum Drottins.“ Og svo framvegis. En að skrifa draum byggðan á atburðum sem áttu sér stað á sjöundu öld eftir Krist, og að búa til myndhvörf fyrir átökin milli mismunandi „höfunda" og mismunandi „texta“ — að halda því fram að bók-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.